Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tómas Óli skoraði sitt fyrsta mark fyrir AGF
Tómas Óli númer 20.
Tómas Óli númer 20.
Mynd: AGF
Tómas Óli Kristjánsson var á skotskónum í gær þegar AGF vann úkraínska liðið 4-2 FC Kryvbas í æfingaleik á Spáni. Tómas Óli var í byrjunarliði danska liðsins og skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir aðalliðið.

Eftir rúmlega hálftíma leik skoraði Tómas Óli eftir undirbúning frá Janni Serra og kom AGF í 3-0.

Þetta var annar æfingaleikur toppliðs dönsku deildarinnar en framundan er seinni helmingurinn í dönsku deildinni. Næsti æfingaleikur verður gegn Elfsborg næsta mánudag.

Tómas Óli var fenginn til AGF fyrir tæpum tveimur árum síðan frá Stjörnunni. Hann er U19 landsliðsmaður, fæddur 2008, sem kom inn í aðalliðshóp AGF í vetur.
Athugasemdir
banner
banner