Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
banner
   þri 30. desember 2025 16:36
Kári Snorrason
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Tómas Óli (th.) hefur komið við sögu í þremur leikjum hjá AGF á tímabilinu.
Tómas Óli (th.) hefur komið við sögu í þremur leikjum hjá AGF á tímabilinu.
Mynd: AGF
Tómas hefur skorað níu mörk í 25 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.
Tómas hefur skorað níu mörk í 25 leikjum fyrir yngri landslið Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðbæingurinn er fæddur árið 2008.
Garðbæingurinn er fæddur árið 2008.
Mynd: AGF
Tómas Óli Kristjánsson hefur brotist inn í topplið AGF í Danmörku. Tómas er aðeins 17 ára gamall og hefur hann komið við sögu í þremur leikjum liðsins á tímablinu.

AGF trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir, með fjögurra stiga forystu á FC Midtjylland eftir átján umferðir.

Tómas gekk í raðir AGF fyrir um einu og hálfu ári síðan, en hann er upalinn í Stjörnunni. Hann er teknískur kantmaður sem býr yfir miklum hraða.

Þá hefur Tómas verið lykilmaður í yngri landsliðum Íslands, þar sem hann á 9 mörk í 25 leikjum. Nú spilar hann með U19 landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins 17 ára gamall. Fótbolti.net ræddi við Tómas fyrr í dag um lífið í Danmörku.

Komið við sögu í þremur leikjum
„Það er að ganga mjög vel, sérstaklega hjá liðinu. Við erum núna með fjögurra stiga forystu á toppnum. Hjá mér persónulega hefur gengið mjög vel, ég hef komið við sögu í þremur leikjum þannig það hefur gengið mjög vel.“

Bjóstu við að vera kominn í þessa rullu með aðalliðinu?
„Já og nei. Kannski ekki svona snemma. Ég byrjaði að æfa með þeim af alvöru síðasta sumar. Þá byrjaði ég að æfa með þeim reglulega og ég stóð mig vel á undirbúningstímabilinu. Eftir það kom það mér ekkert það mikið á óvart. Ég var færður upp í aðalliðið í byrjun október og þá byrjaði boltinn að rúlla.“

Hvernig er lífið í Danmörku að fara með þig?
„Maður býr einn þarna núna. Það getur verið leiðinlegt stundum en þetta snýst um að halda haus. Fótboltalífið er ekki alltaf það skemmtilegasta en þetta mun skila sér á endanum.“

Óvænt á toppnum
AGF er óvænt á toppi deildarinnar í Danmörku, fjórum stigum fyrir ofan Midtjylland sem vermir 2. sætið.

„Menn voru ekkert að búast við þessu fyrir tímabilið - að við værum með fjögurra stiga forystu á toppnum og í undanúrslitunum í bikarnum. Við eigum einhverja 5-6 leiki eftir í venjulegri keppni og síðan kemur úrslitakeppnin. Við verðum að halda þessu skriði áfram, þá veit maður aldrei hvað getur gerst.“

Þrátt fyrir að vera óvænt á toppnum segir Tómas þjálfaran Jakob Poulsen vera óhræddan við að blóðga unga leikmenn.

„Við fengum nýjan þjálfara fyrir þetta tímabil og hann er óhræddur við að leyfa ungum leikmönnum að spila mikið. Það eru tveir fæddir 2006. Ég var búinn að koma inn á í einhverjar fimm mínútur og svo hendir hann mér út í djúpu laugina gegn Silkeborg þar sem ég spilaði rúmar 20 mínútur og gerði vel. Hann er ekkert hræddur við að gefa okkur ungu strákunum mínútur.“

Tómas segir ekki finna getumun á sér og öðrum þegar hann kemur inn á: „Mér finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri en hinir.“

Viðtalið við Tómas Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner