Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 20. febrúar 2021 11:44
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Soton og Chelsea: Tuchel gerir fjórar breytingar
Southampton og Chelsea eigast við í hörkuleik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðin mætast í fyrsta leik dagsins og verður áhugavert að sjá hvort lærisveinum Thomas Tuchel takist að vinna fimmta deildarleikinn í röð.

Á meðan Chelsea hefur verið að ganga frábærlega undanfarnar vikur hefur gengi Southampton verið hrikalegt. Lærisveinar Ralph Hasenhüttl eru búnir að tapa sjö úrvalsdeildarleikjum í röð.

Hasenhüttl gerir tvær breytingar eftir tapið gegn Wolves í síðustu umferð. Mohammed Salisu og Moussa Djenepo koma inn í liðið fyrir Kyle Walker-Peters og Stuart Armstrong sem eru fjarri góðu gamni.

Tuchel gerir fjórar breytingar frá sigrinum gegn Newcastle síðasta mánudag. Þýski stjórinn hefur ákveðið að taka Kepa Arrizabalaga úr byrjunarliðinu og kemur Kurt Zouma inn í hjarta varnarinnar fyrir Andreas Christensen.

Þá tekur N'Golo Kante stöðu Jorginho á við hlið Mateo Kovacic á miðjunni á meðan Reece James byrjar í stað Callum Hudson-Odoi í vængbakverði.

Southampton: McCarthy, Bertrand, Vestergaard, Bednarek, Salisu, Djenepo, Romeu, Ward-Prowse, Redmond, Ings, Minamino
Varamenn: Forster, Stephens, Adams, Tella, Ramsay, N'Lundulu, Ferry, Jankewitz, Chauke

Chelsea: Mendy, Alonso, Rudiger, Zouma, Azpilicueta, James, Kante, Kovacic, Mount, Abraham, Werner
Varamenn: Kepa, Christensen, Jorginho, Giroud, Hudson-Odoi, Chilwell, Ziyech, Gilmour, Emerson
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner