Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   lau 20. febrúar 2021 16:48
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Bayern tapaði í Frankfurt
Evrópumeistarar FC Bayern voru að tapa þriðja deildarleiknum á tímabilinu og hafa þar með misstigið sig tvær umferðir í röð. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir RB Leipzig til að setja pressu á stærsta félag í sögu þýska boltans.

Bayern heimsótti Eintracht Frankfurt í dag og lenti tveimur mörkum undir fyrir leikhlé. Japaninn knái Daichi Kamada skoraði og lagði svo upp fyrir Amin Younes og staðan því óvænt 2-0 í hálfleik.

Leon Goretzka kom inn fyrir Marc Roca í leikhlé og tók Bayern öll völd á vellinum. Það tók Robert Lewandowski nokkrar mínútur að minnka muninn eftir stoðsendingu frá Leroy Sane en Pólverjanum tókst ekki að skora annað mark.

Bæjarar fengu góð færi en komu knettinum ekki í netið. Heimamenn gerðu frábærlega að halda þetta út og landa frábærum 2-1 sigri.

Bayern er með fimm stiga forystu á toppi þýsku deildarinnar. Leipzig getur brúað bilið niður í tvö stig með sigri á útivelli gegn Hertha Berlin á morgun.

Eintracht Frankfurt 2 - 1 FC Bayern
1-0 Daichi Kamada ('12 )
2-0 Amin Younes ('31 )
2-1 Robert Lewandowski ('53 )

Slæmt gengi Borussia Mönchengladbach hélt þá áfram í dag er liðið tapaði óvænt heimaleik gegn fallbaráttuliði Mainz.

Stuttgart og Union Berlin unnu þá útileiki og eru skammt frá Evrópubaráttunni.

Borussia Mönchengladbach 1 - 2 Mainz
0-1 Karim Onisiwo ('10 )
1-1 Lars Stindl ('26 )
1-2 Kevin Stoger ('86 )

Freiburg 0 - 1 Union Berlin
0-1 Grischa Promel ('64 )

Koln 0 - 1 Stuttgart
0-1 Sasa Kalajdzic ('49 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner