Líklegra að Nunez verði seldur frá Liverpool - Wharton einn af þeim sem eru orðaðir við Man Utd - City á leið í endurbyggingu - Newcastle til í...
   fim 20. febrúar 2025 14:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA vill fá Sindra Kristin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur samkvæmt heimildum Fótbolta.net áhuga á því að fá Sindra Kristinn Ólafsson, markmann FH, í sínar raðir.

KA er í markmannsleit þar sem nýr markmaður liðsins, Jonathan Rasheed, varð fyrir því óláni að slíta hásin á æfingu liðsins í upphafi vikunnar.

FH hefur fengið Mathias Rosenörn í sínar raðir og er horft á hann sem aðalmarkmann fyrir komandi tímabil. Það þýðir að hlutverk Sindra, sem hefur verið aðalmarkmaður síðustu tvö tímabil, minnkar umtalsvert.

Sindri, sem er 28 ára, var fyrr á þessu ári orðaður við Grindavík og HB í Færeyjum. Hann hefur áður verið orðaður við KA en það var haustið 2022, en þá yfirgaf hann Keflavík og samdi við FH.
Athugasemdir
banner
banner