Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
banner
   mán 20. maí 2024 13:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Byrjunarlið Vestra og Víkings: Bæði lið gera fjórar breytingar
Danijel kemur inn en Pablo fer á bekkinnn.
Danijel kemur inn en Pablo fer á bekkinnn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pétur Bjarnason byrjar hjá Vestra.
Pétur Bjarnason byrjar hjá Vestra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir fyrsta leik dagsins í Bestu deildinni en þar mætast Vestri og Víkingur í Laugardalnum. Bæði lið gera fjórar breytingar milli leikja.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Vestri tapaði síðasta deildarleik 3-0 gegn ÍA en frá þeim leika koma Gunnar Jónas Hauksson, Pétur Bjarnason, Tarik Ibrahimagic og Silas Songani inn í byrjunarliðið. Vladimir Tufegdzic, Andri Rúnar Bjarnason, Nacho Gil og Sergine Modou Fall fara allir á varamannabekkinn.

Hjá Víkingi koma Viktor Örlygur Andrason, Danijel Dejan Djuric, Karl Friðleifur Gunnarsson og Valdimar Þór Ingimundarson inn í byrjunarliðið frá síðasta deildarleik, sigri gegn FH. Pablo Punyed, Davíð Örn Atlason og Matthías Vilhjálmsson fara á bekkinn en Nikolaj Hansen er í leikbanni.

Viktor Örlygur er með fyrirliðaband Víkinga í þessum leik en flautað verður til leiks núna klukkan 14:00.

Byrjunarlið Vestra:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
6. Ibrahima Balde
11. Benedikt V. Warén
13. Toby King
17. Gunnar Jónas Hauksson
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. Silas Songani

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
21. Aron Elís Þrándarson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 12 8 3 1 28 - 13 +15 27
2.    Breiðablik 12 8 2 2 27 - 14 +13 26
3.    Valur 12 7 4 1 30 - 15 +15 25
4.    ÍA 11 5 2 4 21 - 15 +6 17
5.    FH 11 5 2 4 21 - 21 0 17
6.    Stjarnan 12 5 1 6 24 - 24 0 16
7.    Fram 11 3 4 4 15 - 17 -2 13
8.    HK 11 4 1 6 14 - 21 -7 13
9.    KR 11 3 3 5 20 - 22 -2 12
10.    Vestri 11 3 1 7 14 - 28 -14 10
11.    KA 11 2 2 7 17 - 27 -10 8
12.    Fylkir 11 2 1 8 16 - 30 -14 7
Athugasemdir
banner
banner
banner