Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 20. júní 2022 21:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Ísak óstöðvandi - Blikar með átta stiga forskot
Magnaður leikmaður.
Magnaður leikmaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er á toppnum með átta stiga forskot.
Breiðablik er á toppnum með átta stiga forskot.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Jason Daði gerði tvö mörk í kvöld.
Jason Daði gerði tvö mörk í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli gerði jöfnunarmark KR í uppbótartíma.
Atli gerði jöfnunarmark KR í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar.
Stjarnan er í öðru sæti deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik komst aftur á sigurbraut í Bestu deild karla í kvöld er þeir fengu KA í heimsókn á Kópavogsvöll.

Toppliðið tapaði síðasta leik sínum gegn Val og þeir mættu inn í leikinn í kvöld staðráðnir að bæta upp fyrir það.

Og það gerðu þeir svo sannarlega.

Ísak Snær Þorvaldsson, besti leikmaður Íslandsmótsins til þess, sneri aftur í lið Blika eftir leikbann og hann sýndi það hversu mikilvægur hann er fyrir þetta lið með því að skora fyrsta mark leiksins á 24. mínútu. „ÞESSI DRENGUR!!! ÓTRÚLEGUR! Höskuldur fær boltann úti hægra megin og á fasta fyrirgjöf með jörðinni. Þar kemur Ísak á ferðinni og klárar þetta bara niðri hægra megin út við stöng,” skrifaði Arnar Laufdal í beinni textalýsingu þegar Ísak skoraði.

KA vaknaði aðeins til lífsins eftir markið og fékk tækifæri til að jafna, en inn fór boltinn ekki.

KA átti sín augnablik í byrjun seinni hálfleiks en þeim tókst ekki að nýta sér það. Þegar líða tók á seinni hálfleik, þá tóku Blikar yfir og gengu frá leiknum.

Ísak Snær, sem er markahæsti leikmaður deildarinnar, lagði upp tvö mörk fyrir Jason Daða Svanþórsson og Viktor Karl Einarsson, og svo gerði Jason Daði sitt annað mark áður en flautað var af.



Elfar Árni Aðalsteinsson minnkaði muninn undir lokin en það breytti engu.

Lokatölur 4-1 fyrir Blika sem eru á toppnum með átta stiga forskot á Stjörnuna sem er í öðru sætinu. KA er í fjórða sæti með 17 stig.

Atli jafnaði metin í uppbótartíma
Það var annar leikur að klárast núna rétt áðan. Þar mættust Stjarnan og KR, en þegar þessi lið mættust í bikarnum fyrir nokkru síðan þá var niðurstaðan KR-sigur.

Í kvöld tók Stjarnan forystuna eftir stundarfjórðung þegar Daníel Finns Matthíasson skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið. KR-ingar sofnuðu á verðinum og Daníel nýtti sér það.

Fyrri hálfleikurinn var frekar bragðdaufur og var staðan 1-0 að honum loknum. Í seinni hálfleik bætti KR í sóknarþunga sinn en Stjarnan fékk líka færi til að bæta við. Á 70. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu þegar boltinn fór í höndina á Birni Berg Bryde. Theódór Elmar Bjarnason fór á punktinn en negldi boltanum yfir.

Þetta virtist ekki ætla vera dagur KR-inga, boltinn vildi ekki inn. Ekki þangað til í uppbótartímanum því þá jafnaði Atli Sigurjónsson metin. „Theodór Elmar fær boltann út til vinstri og færir boltann yfir á hægri fótinn og nær fyrirgjöf yfir á fjær þar sem Atli Sigurjónsson mætir og skallar boltann í nærhornið,” skrifaði Anton Freyr Jónsson í beinni textalýsingu þegar Atli skoraði.

Lokatölur 1-1 í þessum leik og er Stjarnan sem fyrr segir í öðru sæti eftir sitt annað jafntefli í röð. KR var líka að gera sitt annað jafntefli í röð og er sjötta sæti með 16 stig, þremur stigum minna en Stjarnan.

Stjarnan 1 - 1 KR
1-0 Daníel Finns Matthíasson ('14 )
1-0 Theodór Elmar Bjarnason ('70 , misnotað víti)
1-1 Atli Sigurjónsson ('90 )
Lestu um leikinn

Breiðablik 4 - 1 KA
1-0 Ísak Snær Þorvaldsson ('24 )
2-0 Jason Daði Svanþórsson ('65 )
3-0 Viktor Karl Einarsson ('70 )
4-0 Jason Daði Svanþórsson ('81 )
4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('89 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner