Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fim 20. júní 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albanía og Serbía fá sekt vegna hegðunar stuðningsmanna
Stuðningsmenn Serbíu sjá Bellingham fagna marki sínu gegn sínum mönnum
Stuðningsmenn Serbíu sjá Bellingham fagna marki sínu gegn sínum mönnum
Mynd: EPA

Serbnesku og albönsku fótboltasamböndin hafa fengið sekt fyrir hegðun stuðningsmanna liðanna á EM í Þýskalandi.


Serbneska sambandið fékk sekt sem hljóðar upp á 14500 evrur en það er vegna þess að stuðningsmenn liðsins köstuðu aðskotahlutum inn á völlinn í leiknum gegn Englandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar.

Þá fundust þeir einnig sekir um að senda ögrandi skilaboð.

Albanska sambandið hefur einnig verið sektað um rúmlega 37 þúsund evrur þar sem stuðningsmenn liðsins köstuðu aðskotahlutum, kveiktu í flugeldum, fóru inn á völlinn og voru með ögrandi skilaboð í leik liðsins gegn Ítalíu.


Athugasemdir
banner
banner