KA er að missa tvo mikilvæga hlekki úr byrjunarliðinu eftir leik dagsins í dag á heimavelli gegn Íslands- og bikarmeisturum Víkings R.
Lestu um leikinn: KA 1 - 0 Víkingur R.
Sveinn Margeir Hauksson og Birgir Baldvinsson eru að halda út til Bandaríkjanna þar sem þeir stunda háskólanám og spila fótbolta í háskólaboltanum.
Birgir fer til Wisconsin Badgers í University of Wisconsin á meðan Sveinn fer í UCLA, háskólann í Kaliforníu. Báðir eru í byrjunarliði KA í dag.
Sveinn Margeir og Birgir hafa verið mikilvægir hlekkir í liði KA í sumar og mögulegt að Akureyringar þurfi að styrkja hópinn fyrir seinni hluta tímabils, en KA er óvænt í fallbaráttu eftir 14 umferðir.
Byrjunarlið KA:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason
5. Ívar Örn Árnason
8. Harley Willard
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
14. Andri Fannar Stefánsson
23. Viðar Örn Kjartansson
28. Hans Viktor Guðmundsson
29. Jakob Snær Árnason
30. Sveinn Margeir Hauksson
Byrjunarlið Víkingur R.:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson
Athugasemdir