Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
   mán 20. ágúst 2018 20:35
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Þjálfarinn þeirra er "cocky"
Gústi missti toppsætið í kvöld
Gústi missti toppsætið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti Val á Kópavogsvelli í kvöld í toppslag Pepsí-deildar karla þar sem þeir töpuðu 3-1 og misstu toppsætið til Valsmanna. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði að fyrri hálfleikurinn hefði orðið þeim að falli en hrósaði liði sínu fyrir flottan seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Valur

„Þetta var eins og dagur og nótt, fyrri hálfleikur var rólegur og lítið tempó og við fáum á okkur annað markið undir lok hálfleiksins og þá var erfitt að koma tilbaka. Við sýndum gríðarlegan karakter í seinni hálfleik, við náum að komast inn í leikinn og bara svekkjandi að ná ekki að jafna leikinn."

Margir furðuðu sig á því þegar Blikar voru 2-1 undir og tóku sóknartengiliðinn Gísla Eyjólfsson útaf fyrir miðvörðinn Elfar Frey Helgason. Ágúst sagði að Gísli væri búinn að vera tæpur og pælingin með þessu hafi verið að koma bakvörðunum upp völlinn.

„Gísli var búinn að vera tæpur fyrir leikinn og var farinn að haltra og þá ákváðum við að taka hann útaf og fara í þriggja hafsenta kerfi. Með því færðu bakverðina upp völlinn og það skilaði sér þar sem við fengum færi til að skora eftir það. Arnór var ekki tilbúinn í leikinn, annars hefði hann mögulega komið inná."

Valsmenn tóku toppsætið af Breiðablik með þessum sigri en Ágúst sagði að þetta sé ekki búið ennþá og skaut á Valsara þar sem hann sagði þjálfara þeirra, Ólaf Jóhannesson vera kokhraustan og það gæti komið í bakið á þeim.

„Þetta er ekki búið ennþá, við höldum bara áfram, Valsararnir eru komnir á toppinn núna eins og þeir hafa verið mikið í sumar og þeim líður vel þar. Þeir mega ekki verða of cocky þar, eins og þjálfarinn þeirra hann er dálítið coky, þannig að þeir geta fengið þetta í bakið ef þeir halda ekki rétt á spöðunum."
Athugasemdir
banner