Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   mán 20. ágúst 2018 20:35
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Þjálfarinn þeirra er "cocky"
Gústi missti toppsætið í kvöld
Gústi missti toppsætið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti Val á Kópavogsvelli í kvöld í toppslag Pepsí-deildar karla þar sem þeir töpuðu 3-1 og misstu toppsætið til Valsmanna. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði að fyrri hálfleikurinn hefði orðið þeim að falli en hrósaði liði sínu fyrir flottan seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Valur

„Þetta var eins og dagur og nótt, fyrri hálfleikur var rólegur og lítið tempó og við fáum á okkur annað markið undir lok hálfleiksins og þá var erfitt að koma tilbaka. Við sýndum gríðarlegan karakter í seinni hálfleik, við náum að komast inn í leikinn og bara svekkjandi að ná ekki að jafna leikinn."

Margir furðuðu sig á því þegar Blikar voru 2-1 undir og tóku sóknartengiliðinn Gísla Eyjólfsson útaf fyrir miðvörðinn Elfar Frey Helgason. Ágúst sagði að Gísli væri búinn að vera tæpur og pælingin með þessu hafi verið að koma bakvörðunum upp völlinn.

„Gísli var búinn að vera tæpur fyrir leikinn og var farinn að haltra og þá ákváðum við að taka hann útaf og fara í þriggja hafsenta kerfi. Með því færðu bakverðina upp völlinn og það skilaði sér þar sem við fengum færi til að skora eftir það. Arnór var ekki tilbúinn í leikinn, annars hefði hann mögulega komið inná."

Valsmenn tóku toppsætið af Breiðablik með þessum sigri en Ágúst sagði að þetta sé ekki búið ennþá og skaut á Valsara þar sem hann sagði þjálfara þeirra, Ólaf Jóhannesson vera kokhraustan og það gæti komið í bakið á þeim.

„Þetta er ekki búið ennþá, við höldum bara áfram, Valsararnir eru komnir á toppinn núna eins og þeir hafa verið mikið í sumar og þeim líður vel þar. Þeir mega ekki verða of cocky þar, eins og þjálfarinn þeirra hann er dálítið coky, þannig að þeir geta fengið þetta í bakið ef þeir halda ekki rétt á spöðunum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner