Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. ágúst 2018 20:35
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Þjálfarinn þeirra er "cocky"
Gústi missti toppsætið í kvöld
Gústi missti toppsætið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti Val á Kópavogsvelli í kvöld í toppslag Pepsí-deildar karla þar sem þeir töpuðu 3-1 og misstu toppsætið til Valsmanna. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði að fyrri hálfleikurinn hefði orðið þeim að falli en hrósaði liði sínu fyrir flottan seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Valur

„Þetta var eins og dagur og nótt, fyrri hálfleikur var rólegur og lítið tempó og við fáum á okkur annað markið undir lok hálfleiksins og þá var erfitt að koma tilbaka. Við sýndum gríðarlegan karakter í seinni hálfleik, við náum að komast inn í leikinn og bara svekkjandi að ná ekki að jafna leikinn."

Margir furðuðu sig á því þegar Blikar voru 2-1 undir og tóku sóknartengiliðinn Gísla Eyjólfsson útaf fyrir miðvörðinn Elfar Frey Helgason. Ágúst sagði að Gísli væri búinn að vera tæpur og pælingin með þessu hafi verið að koma bakvörðunum upp völlinn.

„Gísli var búinn að vera tæpur fyrir leikinn og var farinn að haltra og þá ákváðum við að taka hann útaf og fara í þriggja hafsenta kerfi. Með því færðu bakverðina upp völlinn og það skilaði sér þar sem við fengum færi til að skora eftir það. Arnór var ekki tilbúinn í leikinn, annars hefði hann mögulega komið inná."

Valsmenn tóku toppsætið af Breiðablik með þessum sigri en Ágúst sagði að þetta sé ekki búið ennþá og skaut á Valsara þar sem hann sagði þjálfara þeirra, Ólaf Jóhannesson vera kokhraustan og það gæti komið í bakið á þeim.

„Þetta er ekki búið ennþá, við höldum bara áfram, Valsararnir eru komnir á toppinn núna eins og þeir hafa verið mikið í sumar og þeim líður vel þar. Þeir mega ekki verða of cocky þar, eins og þjálfarinn þeirra hann er dálítið coky, þannig að þeir geta fengið þetta í bakið ef þeir halda ekki rétt á spöðunum."
Athugasemdir
banner
banner