Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
banner
   mán 20. ágúst 2018 20:35
Egill Sigfússon
Gústi Gylfa: Þjálfarinn þeirra er "cocky"
Gústi missti toppsætið í kvöld
Gústi missti toppsætið í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tók á móti Val á Kópavogsvelli í kvöld í toppslag Pepsí-deildar karla þar sem þeir töpuðu 3-1 og misstu toppsætið til Valsmanna. Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks sagði að fyrri hálfleikurinn hefði orðið þeim að falli en hrósaði liði sínu fyrir flottan seinni hálfleik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Valur

„Þetta var eins og dagur og nótt, fyrri hálfleikur var rólegur og lítið tempó og við fáum á okkur annað markið undir lok hálfleiksins og þá var erfitt að koma tilbaka. Við sýndum gríðarlegan karakter í seinni hálfleik, við náum að komast inn í leikinn og bara svekkjandi að ná ekki að jafna leikinn."

Margir furðuðu sig á því þegar Blikar voru 2-1 undir og tóku sóknartengiliðinn Gísla Eyjólfsson útaf fyrir miðvörðinn Elfar Frey Helgason. Ágúst sagði að Gísli væri búinn að vera tæpur og pælingin með þessu hafi verið að koma bakvörðunum upp völlinn.

„Gísli var búinn að vera tæpur fyrir leikinn og var farinn að haltra og þá ákváðum við að taka hann útaf og fara í þriggja hafsenta kerfi. Með því færðu bakverðina upp völlinn og það skilaði sér þar sem við fengum færi til að skora eftir það. Arnór var ekki tilbúinn í leikinn, annars hefði hann mögulega komið inná."

Valsmenn tóku toppsætið af Breiðablik með þessum sigri en Ágúst sagði að þetta sé ekki búið ennþá og skaut á Valsara þar sem hann sagði þjálfara þeirra, Ólaf Jóhannesson vera kokhraustan og það gæti komið í bakið á þeim.

„Þetta er ekki búið ennþá, við höldum bara áfram, Valsararnir eru komnir á toppinn núna eins og þeir hafa verið mikið í sumar og þeim líður vel þar. Þeir mega ekki verða of cocky þar, eins og þjálfarinn þeirra hann er dálítið coky, þannig að þeir geta fengið þetta í bakið ef þeir halda ekki rétt á spöðunum."
Athugasemdir
banner
banner