Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton vill fá fjóra fyrir gluggalok - Áhersla á eina stöðu
Tyler Dibling er á óskalistanum.
Tyler Dibling er á óskalistanum.
Mynd: EPA
Everton á eftir að styrkja sig fyrir gluggalok, það er allavega stefna félagsins að fá inn leikmenn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

Félagið hefur keypt miðjumanninn Kiernan Dewsbury-Hall frá Chelsea, framherjann Thierno Barry frá Villarreal, miðjumanninn Carlos Alcaraz frá Flamengo, varnarmanninn Adam Aznou frá Bayern Munchen, markmennina Tom King frá Wolves og Mark Travers frá Bournemouth og svo kom Jack Grealish á láni frá Manchester City.

Aðaláherslan er á því að fá inn vængmann og hafa þeir Tyler Dibling og Abdul Fatawu (Leicester) verið sterklega orðaðir við Everton. Everton hefur lagt fram tilboð í Dibling en Southampton hefur hafnað þeim til þessa. Southampton vill fá yfir 45 milljónir punda fyrir Dibling.

Everton vill þá fá inn annan framherja, varnarsinnaðan miðjumann og hægri bakvörð. Þeir Ainsley Maitland-Niles (Lyon) og Hayden Hackney (Middlesbrough) hafa verið orðaðir við félagið.
Athugasemdir
banner