Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bröndby kaupir leikmann á 220 milljónir eftir Víkingseinvígið
Úr leik Bröndby og Víkings.
Úr leik Bröndby og Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið Bröndby er að ganga frá kaupum á austurríska landsliðsmanninum Michael Gregoritsch.

Hann mun kosta félagið um 1,5 milljónir evra eða um 220 milljónir íslenskra króna.

Þetta sýnir kannski muninn á því sem er í gangi í Danmörku og Íslandi þar sem leikmenn hafa nýverið verið keyptir á milli félaga fyrir 10 til 20 milljónir íslenskra króna.

Gregoritsch kemur til Bröndby frá þýska úrvalsdeildarfélaginu Freiburg. Hann er 31 árs gamall og spilar með landsliði Austurríkis.

Bröndby vann Víkinga í einvígi í forkeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum. Eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0 þá töpuðu Víkinga seinni leiknum 4-0 og féllu því miður úr leik en það hefði verið magnað afrek að leggja Bröndby að velli.
Athugasemdir
banner
banner