Rico Lewis hefur samþykkt að skrifa undir nýjan samning við Manchester City sem gildir til sumarsins 2030.
Jack Gaughan, fréttamaður Daily Mail, greindi fyrstur frá þessu.
Jack Gaughan, fréttamaður Daily Mail, greindi fyrstur frá þessu.
Nottingham Forest hefur sýnt Lewis mikinn áhuga í sumar og gerði nýverið 25 milljón punda tilboð í hann sem City hafnaði.
Lewis er tvítugur og er uppalinn hjá Man City. Þessi fjölhæfi leikmaður hefur spilað 95 leiki fyrir City og skorað í þeim fimm mörk.
Hann getur bæði spilað sem bakvörður og miðjumaður, en hann á að baki fimm landsleiki fyrir England.
Athugasemdir