Villa horfir til Jackson - Chelsea leggur aukna áherslu á Garnacho - Tottenham vill leikmann Mónakó
   mið 20. ágúst 2025 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham reynir við tvo miðjumenn
Marc Casado hér með Lamine Yamal.
Marc Casado hér með Lamine Yamal.
Mynd: EPA
West Ham er að vonast til að bæta við sig tveimur miðjumönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Guardian segir frá því að Lundúnafélagið hafi gert tilboð í Mateus Fernandes hjá Southampton og Marc Casado hjá Barcelona.

West Ham hafði líka samband við Chelsea út af Andrey Santos en þeirri beiðni var harðneitað.

Southampton hafnaði nýverið 30 milljón punda tilboði West Ham í Fernandes en félagið hefur núna gert nýtt tilboð. Óvíst er hvort það sé nóg en það hefur reynst erfitt fyrir félög að fá leikmenn frá Southampton í sumar.

Casadó er 21 árs gamall og spilaði 36 leiki með Barcelona í öllum keppnum á síðasta tímabili. Hann má fara frá Börsungum en er sjálfur ekki sagður spenntur fyrir því.
Athugasemdir
banner