Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 20. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Kjartan lýsir atburðarásinni - „Ég ætlaði ekki að kýla neinn"
Kári og Kjartan í baráttunni í leiknum.
Kári og Kjartan í baráttunni í leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, fékk að líta rauða spjaldið í kjölfar slagsmála undir lok leiks KR og Víkings í gær. Kjartan sló varamann Víkinga, Þórð Ingason, með krepptum hnefa. Slagsmálin má sjá hér neðst í fréttinni.

Lestu um leikinn: KR 1 -  2 Víkingur R.

Kjartan ræddi atburðarásina hér í samtali við Sindra Sverrisson á Vísi í dag. „Ég var ekki að sveifla hnefanum eða kýla neinn í andlitið. Stundum sér maður rautt en ég ætlaði mér bara að hrinda honum í burtu og gerði það óvarlega, ásamt fleirum í þessu atviki,“ sagði Kjartan við Vísi.

Sjá einnig:
Kjartan biðst afsökunar: Ekki í lagi

„Kári [Árnason] liggur þarna og við erum nálægt því að skora, og mér er hrint inn í markið og enda einhvern veginn á stönginni. Þegar ég lít upp sé ég að það eru 20 manns að slást þarna. Ég sé að Doddi [Þórður] félagi minn er þarna kominn inn á og er eitthvað að slá til og rífa í Theódór Elmar. Ég kem þarna askvaðandi og ætla að hrinda honum fast í burtu, og enda á að fara einhvern veginn í hálsinn eða hökuna."

„Ég var bara í „fighting“ eins og 20 aðrir í þessari þvögu, og fæ svo réttilega rautt spjald. En þarna var kominn leikmaður inn á sem átti ekki að vera á vellinum og ég fer að hrinda og reyna að verja þá en ef ég ætlaði að kýla einhvern hefði þetta endað öðruvísi. Ég ætlaði ekki að kýla neinn heldur bara hrinda í burtu,“
segir Kjartan.

Hann tekur þó undir að atvikið líti illa út á myndbandi: „Ég er alveg sammála því, enda biðst ég afsökunar á því sem ég gerði,“ bætti Kjartan við. Hann ræðir nánar um atvikið og leikinn í viðtalinu við Vísi.

Smelltu hér til að lesa viðtalið.


Athugasemdir
banner
banner