Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. september 2022 09:00
Elvar Geir Magnússon
Nedved lagði til að reka Allegri en forsetinn sagði nei
Massimiliano Allegri var í banni gegn Monza og fylgdist með bak við gler.
Massimiliano Allegri var í banni gegn Monza og fylgdist með bak við gler.
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, fékk lögreglufylgd þegar hann fór út í bifreið sína eftir niðurlægjandi 1-0 tap gegn Monza um helgina. Sjálfur var Allegri í stúkunni í leiknum þar sem hann tók út leikbann.

Það gengur illa hjá Juventus, liðið er í áttunda sæti ítölsku A-deildarinnar og hefur tapað báðum Meistaradeildarleikjum sínum til þessa.

Juventus ætlar að halda trausti við Allegri þrátt fyrir vonda byrjun á tímabilinu. Það er vaxandi óánægja stuðningsmenn og pressan eykst á Allegri.

Corriere della Sera segir að Pavel Nedved, einn af stjórnendum félagsins, hafi lagt það til á fundi að Allegri yrði rekinn en forsetinn Andrea Agnelli hafi verið mótfallinn.

Agnelli hringdi í Allegri í gær og vildi fá fullvissu um að liðið stæði saman sem ein heild og væri tilbúið í sameiningu að vinna í því að koma sér út úr þessari erfiðri stöðu. Ljóst er að Allegri þarf að hafa hraðar hendur til að snúa genginu við.
Athugasemdir
banner
banner
banner