Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fyrsti fréttamannafundur Mourinho: Lofar ástríðu
Mourinho ætlar að snúa slakri byrjun Tottenham við.
Mourinho ætlar að snúa slakri byrjun Tottenham við.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho virðist vera himinlifandi með sitt nýja starf hjá Tottenham Hotspur, sem hann var ráðinn í í morgun.

Mourinho segist sérstaklega ánægður með áhersluna sem er lögð á uppbyggingu ungra leikmanna hjá Tottenham og virðist skjóta á uppeldisstarf fyrrum vinnuveitenda sinna.

„Ég gæti ekki verið ánægðari með að vera hér. Hverju get ég lofað? Ástríðu - fyrir starfinu og líka fyrir félaginu," sagði Mourinho við SpursTV.

„Það eru forréttindi að fá að taka við félagi með svona gotta lið. Þetta eru ekki orð sem ég er að segja bara því ég er kominn í þetta starf, þetta er ég búinn að segja síðustu ár jafnvel sem mótherji," sagði Mourinho.

„Mér líkar virkilega vel við leikmannahópinn og er ánægður með hversu ungur hann er. Það er enginn þjálfari í heimi sem vill ekki gefa ungum leikmönnum tækifæri og hjálpa þeim að þroskast. Ekki einn einasti.

„Vandamálið er að stundum starfar maður hjá félögum þar sem uppeldisstarfið er ekki upp á 10. Hérna er rík hefð fyrir því að þróa góða leikmenn í gegnum unglingastarfið og ég hlakka til að starfa með það að leiðarljósi."


Mourinho talaði um ánægju sína með æfingasvæði og leikvang Tottenham, sem hann telur vera það allra besta sem völ er á í Evrópu. Og hann hefur komið víða. Að lokum talaði Portúgalinn um markmið Tottenham í úrvalsdeildinni.

„Við vitum að við eigum ekki heima svona neðarlega á töflunni. Við munum taka einn leik í einu og svo sjáum við til hvar við endum í vor. Eina sem ég veit er að við munum ekki enda á staðnum sem við erum á núna.

„Ég er spenntur fyrir að fá tækifæri til að koma með gleði inn í líf þeirra sem elska þetta félag."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner