Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matty Longstaff: Gerðum Íslendingana þreytta
Matty Longstaff.
Matty Longstaff.
Mynd: Getty Images
Ísland tapaði 3-0 gegn Englandi í U20 vináttulandsleik á Adams Park í Wycombe í gærkvöldi.

Matty Longstaff, miðjumaður Newcastle, byrjaði leikinn fyrir enska liðið og átti hann góðan leik á miðjunni.

Fréttaritari Fótbolta.net fékk tækifæri til að spyrja Longstaff út í leikinn að honum loknum.

„Leikmennirnir sem komu inn á komu inn með aukinn kraft. Í fyrri hálfleiknum héldum við boltanum mikið og með því gerðum við örugglega Íslendingana þreytta," sagði Longstaff.

„Við lögðum upp með það í seinni hálfleiknum, þegar þeir voru orðnir þreyttir, að skora fyrsta markið."

Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleiknum, en í seinni hálfleiknum gegn Englendingar á lagið og skoruðu þrjú.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Longstaff, sem er 19 ára, er búinn að spila þrjá leiki með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Hann vakti mikla athygli í sínum fyrsta leik, en í þeim leik, sem var gegn Manchester United, skoraði hann sigurmarkið.

Hann fór í viðtal eftir leikinn gegn United með bróður sínum, Sean Longstaff. Það viðtal má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner