Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   mán 20. nóvember 2023 09:09
Elvar Geir Magnússon
Barcelona brjálað út í spænska landsliðsþjálfarann
Gavi sleit krossband í gær.
Gavi sleit krossband í gær.
Mynd: EPA
Luis de la Fuente.
Luis de la Fuente.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Barcelona eru allt annað en sáttir við landsliðsþjálfara Spánar, Luis de la Fuente, og spænska fótboltasambandið. Hinn nítján ára gamli Gavi, einn besti ungi leikmaður heims, sleit krossband í 3-1 sigri Spánar gegn Georgíu í gær.

Börsungar eru brjálaðir yfir því að De La Fuente lét Gavi byrja báða leiki Spánar í þessum glugga, þrátt fyrir að liðið hafi mætt auðveldum andstæðingum og var búið að tryggja sér sæti á EM.

Barcelona mun fá skaðabætur frá FIFA en þær hafa lítið að segja þegar liðið hefur misst lykilmann sinn út tímabilið. Gavi mun einnig missa af Evrópumótinu sjálfu næsta sumar.

Gavi hefur spilað nánast alla leiki tímabilsins, hann hefur misst af tveimur leikjum vegna leikbanna.

Spænskir fjölmiðlar hafa rifjað upp ummæli De La Fuente fyrir leikinn en þau líta ekki vel út í dag.

„Gavi er ofvirkur. Hann vill aldrei hætta. Þú þarft bara að sjá hvernig hann æfir, hann er fullur orku og þess vegna spilar hann svo mikið og svo vel. Ég hef minnst á þetta áður og geri það aftur. Góðir leikmenn, þeir hvíla sig aldrei," sagði La Fuente.

Eftir meiðslin í gær gat Gavi ekki leynt tilfinningum sínum og hágrét. Hann hélt svo áfram að gráta inni í klefa og var algjörlega niðurbrotinn.


Athugasemdir
banner
banner