lau 21. janúar 2023 13:00
Aksentije Milisic
Arteta segir Ten Hag og hans teymi eiga mikið hrós skilið
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var spurður út í Erik ten Hag á blaðamannafundi fyrir stórleikinn á Emirates leikvangnum á morgun.


Arsenal og Manchester United mætast þá en bæði lið hafa verið að spila mjög vel. Arsenal er áfram á toppi deildarinnar á meðan Man Utd hefur verið að klífa hana upp.

Skytturnar hafa einungis tapað einum deildarleik á þessari leiktíð og sá leikur kom einmitt gegn Man Utd á Old Trafford. Leiknum lauk með 3-1 sigri United.

„Ég er mjög hrifinn. Hann hefur snúið hlutunum við á stuttum tíma. Hann er með skýra leikaðferð og hefur fengið leikmennina með sér," sagði Spánverjinn um Ten Hag.

„Það hefur mikið breyst þarna á stuttum tíma. Hann og hans teymi eiga mikið hrós skilið."

United er í þriðja sætinu, átta stigum á eftir Arsenal. Því er leikurinn á morgun mjög mikilvægur en Arsenal á leik til góða á Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner