Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
   mið 21. janúar 2026 09:30
Elvar Geir Magnússon
Jesus með tár í augunum eftir að hafa skorað tvö á San Siro
Jesus átti draumakvöld á Ítalíu.
Jesus átti draumakvöld á Ítalíu.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Gabriel Jesus var með gleðitár í augunum eftir að hafa skorað tvisvar í 3-1 útisigri Arsenal gegn Inter í Mílanó í gær. Með sigrinum innsiglaði Arsenal sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Jesus var aðeins að byrja sinn þriðja leik eftir að hann kom af meiðslalistanum í desember en hann var frá í ellefu mánuði.

Þó þessi 28 ára Brasilíumaður hafi verið í fjögur tímabil hjá Arsenal þá finnst honum það bara hafa verið eitt og hálft þar sem hann hefur verið mikið á meiðslalistanum.

Jesus skoraði í 4-1 sigrinum gegn Aston Villa í síðasta mánuði en gegn Inter í gær virtist hann vera kominn aftur í sitt besta form.

„Þetta er algjört draumakvöld. Ég átti mér alltaf draum sem krakki að verða fótboltamaður og ég horfði mikið á ítalska boltann. Að vera hér á San Siro og skora gerði það að verkum að ég táraðist því það var alltaf draumur minn að vera hér," segir Jesus.

Áður en kom að leiknum í gær hafði Jesus farið í gegnum tíu Meistaradeildarleiki án þess að skora. Síðasta Meistaradeildarmark kom í 6-0 sigri gegn Lens í nóvember 2023.

Stuðningsmenn Arsenal höfðu kallað eftir því að Jesus yrði settur í byrjunarliðið en Viktor Gyökeres, sem keyptur var síðasta sumar, hefur ekki náð að standa undir væntingum. Svíinn náði þó að skora í gær, aðeins sitt annað mark úr opnum leik í síðustu þrettán leikjum.

„Það vilja allir byrja. Ég er náungi sem sýni öðrum mikla virðingu, ég er ekki krakki lengur. Ég er 28 ára og skil hvernig fótbolti virkar. Það var gaman að sjá Vik koma inn og skora. Ég er svo ánægður með að ég skoraði og Vik líka. Kai (Havertz) mun svo örugglega skora sín mörk líka þegar hann fær tækifæri," segir Jesus.
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 7 0 0 20 2 +18 21
2 Real Madrid 7 5 0 2 19 8 +11 15
3 Bayern 6 5 0 1 18 7 +11 15
4 Tottenham 7 4 2 1 15 7 +8 14
5 PSG 7 4 1 2 20 10 +10 13
6 Sporting 7 4 1 2 14 9 +5 13
7 Man City 7 4 1 2 13 9 +4 13
8 Atalanta 6 4 1 1 8 6 +2 13
9 Inter 7 4 0 3 13 7 +6 12
10 Atletico Madrid 6 4 0 2 15 12 +3 12
11 Liverpool 6 4 0 2 11 8 +3 12
12 Dortmund 7 3 2 2 19 15 +4 11
13 Newcastle 6 3 1 2 13 6 +7 10
14 Chelsea 6 3 1 2 13 8 +5 10
15 Barcelona 6 3 1 2 14 11 +3 10
16 Marseille 6 3 0 3 11 8 +3 9
17 Juventus 6 2 3 1 12 10 +2 9
18 Galatasaray 6 3 0 3 8 8 0 9
19 Leverkusen 7 2 3 2 10 14 -4 9
20 Mónakó 7 2 3 2 8 14 -6 9
21 PSV 6 2 2 2 15 11 +4 8
22 Olympiakos 7 2 2 3 8 13 -5 8
23 Napoli 7 2 2 3 7 12 -5 8
24 FCK 7 2 2 3 11 17 -6 8
25 Qarabag 6 2 1 3 10 13 -3 7
26 Club Brugge 7 2 1 4 12 17 -5 7
27 Bodö/Glimt 7 1 3 3 12 14 -2 6
28 Benfica 6 2 0 4 6 8 -2 6
29 Pafos FC 6 1 3 2 4 9 -5 6
30 St. Gilloise 6 2 0 4 7 15 -8 6
31 Ajax 7 2 0 5 7 19 -12 6
32 Athletic 6 1 2 3 4 9 -5 5
33 Eintracht Frankfurt 6 1 1 4 8 16 -8 4
34 Slavia Prag 6 0 3 3 2 11 -9 3
35 Villarreal 7 0 1 6 5 15 -10 1
36 Kairat 7 0 1 6 5 19 -14 1
Athugasemdir
banner
banner