Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
   sun 21. febrúar 2021 13:33
Aksentije Milisic
Ítalía: Parma fór illa að ráði sínu gegn Udinese
Parma 2 - 2 Udinese
1-0 Andreas Cornelius ('3 )
2-0 Juraj Kucka ('32 , víti)
2-1 Stefano Okaka Chuka ('64 )
2-2 Bram Nuytinck ('80 )

Parma og Udinese áttust við í fyrsta leik dagsins í Serie A deildinni á Ítalíu.

Parma hefur gengið bölvanlega á þessu tímabili og er liðið í bullandi fallbaráttu á meðan Udinese er um miðja deild.

Heimamenn byrjuðu betur í kvöld og strax eftir þriggja mínútna leik skoraði Andreas Cornelius en þetta var hans fyrsta mark í langan tíma.

Juraj Kucka skoraði úr vítaspyrnu á 32. mínútu og staðan því mjög vænlega fyrir heimamenn í Parma. Udinese gafst hins vegar ekki upp.

Stefano Okaka Chuka gaf gestunum von með marki á 64. mínútu og það var svo Bram Nuytinck sem bjargaði stigi fyrir Udinese á 80. mínútu.

Hrikalegt hjá Parma að missa þennan leik niður í jafntefli og er liðið því áfram í nítjánda sæti deildarinnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 9 7 0 2 16 8 +8 21
2 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
3 Inter 9 6 0 3 22 11 +11 18
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Como 9 4 4 1 12 6 +6 16
6 Bologna 9 4 3 2 13 7 +6 15
7 Juventus 9 4 3 2 12 9 +3 15
8 Cremonese 9 3 5 1 11 10 +1 14
9 Atalanta 9 2 7 0 13 7 +6 13
10 Udinese 9 3 3 3 11 15 -4 12
11 Torino 9 3 3 3 8 14 -6 12
12 Lazio 8 3 2 3 11 7 +4 11
13 Sassuolo 8 3 1 4 8 9 -1 10
14 Cagliari 8 2 3 3 8 10 -2 9
15 Parma 9 1 4 4 4 9 -5 7
16 Lecce 9 1 3 5 7 14 -7 6
17 Verona 9 0 5 4 5 14 -9 5
18 Pisa 8 0 4 4 5 12 -7 4
19 Fiorentina 9 0 4 5 7 15 -8 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner