Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 21. febrúar 2021 23:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svakalegir yfirburðir Pepsi Max-liðanna um helgina
KR skoraði átta mörk gegn Fram.
KR skoraði átta mörk gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjubikar karla er kominn á fleygiferð og var fjöldi leikja um helgina.

Það voru átta leikir á milli liða í Pepsi Max-deild karla, efstu deild, og Lengjudeildinni, næst efstu deild.

Svo fór að í öllum leikjunum fóru liðin úr efstu deild með sigur af hólmi og í flestum tilvikum var það með miklum yfirburðum. Alls var markatalan 41 - 5 í þessum átta leikjum.

Samúel Samúelsson, formaður Vestra sem leikur í Lengjudeildinni, segir að þessir leikir gefi ekki endilega rétta mynd af muninum á milli þessara liða. Hann bendir á bikarleiki frá síðasta sumri þar sem talsvert minnir munur var á milli liða í efstu deild og deildunum fyrir neðan.

Úrslit um helgina:
Valur 8 - 1 Grindavík
Þróttur R. 0 - 5 Breiðablik
Leiknir R. 4 - 1 ÍBV
Keflavík 5 - 0 Vestri
KR 8 - 2 Fram
HK 2 - 0 Afturelding
Víkingur Ó. 0 - 5 KA
Fjölnir 1 - 4 Fylkir



Athugasemdir
banner
banner