Branthwaite og Nmecha orðaðir við Man Utd - Liverpool hefur trú á framlengingum - Huijsen skotmark Newcastle
   fös 21. mars 2025 22:16
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Tvær tvennur í sigri Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding 4 - 1 Njarðvík
Mörk Aftureldingar
Bjartur Bjarmi Barkarson (2)
Aron Jóhannsson (2)
Mark Njarðvíkur
Tómas Bjarki Jónsson (víti)

Afturelding vann öruggan sigur á Njarðvík í æfingaleik á Malbikstöðinni að Varmá í kvöld.

Mosfellingar leiddu 2-0 í hálfleik og voru komnir í 4-0 forystu áður en Tómas Bjarki Jónsson minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu.

Bjartur Bjarmi Barkarson og Aron Jóhannsson skoruðu sitthvora tvennuna fyrir Aftureldingu sem reynir fyrir sér í Bestu deildinni í sumar.

Afturelding heimsækir Val á Hlíðarenda næsta föstudag og verður það síðasti æfingaleikurinn í undirbúningi Mosfellinga fyrir deildartímabilið sem hefst 5. apríl.
Athugasemdir
banner
banner
banner