Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   sun 21. apríl 2024 13:59
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Blackburn þremur stigum fyrir ofan fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir
Blackburn 1 - 3 Sheffield Wed
0-1 Josh Windass ('6 )
1-1 Sammie Szmodics ('9 )
1-2 Marvin Johnson ('58 )
1-3 Aynsley Pears ('64 , sjálfsmark)

Blackburn Rovers er í hættu á að falla niður um deild eftir að liðið tapaði fyrir Sheffield Wednesday, 3-1, í ensku B-deildinni á Ewood Park í dag.

Josh Windass kom Wednesday á bragðið á 6. mínútu en Sammie Szmodics, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar, jafnaði þremur mínútum síðar með 25. marki sínu á tímabilinu.

Marvin Johnson kom Wednesday aftur í forystu á 58. mínútu og sex mínútum síðar gerði Aynsley Pears, markvörður Blackburn, afdrifarík mistök og kom boltanum í eigið net.

Varnarmaður Blackburn sendi boltann niður á Pears, sem hitti hann illa. Mikill snúningur kom á boltann, sem skoppaði síðan aftur fyrir Pears og í netið.

Mistök sem gætu kostað Blackburn þegar talið verður upp úr pokanum í næsta mánuði en liðið er nú í 19. sæti með 49 stig, aðeins þremur stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Sigurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir Wednesday sem komst upp úr fallsæti og í 21. sæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Birmingham 0 0 0 0 0 0 0 0
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
2 Blackburn 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bristol City 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Charlton Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Derby County 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Hull City 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Middlesbrough 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Millwall 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Norwich 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Oxford United 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Portsmouth 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Preston NE 0 0 0 0 0 0 0 0
16 QPR 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sheffield Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Sheff Wed 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Stoke City 0 0 0 0 0 0 0 0
21 Swansea 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Watford 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 West Brom 0 0 0 0 0 0 0 0
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
24 Wrexham 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner