Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
   sun 21. apríl 2024 23:07
Sölvi Haraldsson
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er bara súrt að tapa. Þetta var ekki nógu gott heilt yfir. Það er stutt í næsta leik og maður verður að jafna sig hratt á þessu.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-1 tap á Víkingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Höskuldur er ánægður með hvernig leikurinn byrjaði en hann telur að Blikarnir hafi flýtt sér of mikið og hefðu átt að anda með nefinu þegar þeir fengu fyrsta markið á sig.

Við mætum kröftugir til leiks. Þeir ná svo að þrýsta okkur til baka og fá mörg föst leikatriði í röð. Það er stutt á milli markanna í fyrri og seinni hálfleik. Við förum að flýta okkur allt of mikið. Við hefðum átt að anda bara aðeins með nefinu.“

Leikirnir milli liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir bæði innan sem utan vallar. Höskuldur er mjög lítið að pæla í því fyrir og eftir leiki.

Ég veit það ekki. Maður er ekkert að pæla í því. Fyrst og fremst er maður að pæla í leiknum sjálfum. Ég hef ekkert meira um það að segja. Þetta var hörkuleikur og ég fann það að það er mikið kapp á milli liðanna.

Stuðningsmenn Víkings voru duglegir að gelta á Höskuld Gunnlaugsson þegar hann fékk boltann í leiknum.

Ég tek mjög lítið eftir hlutum utan vallarins í leiknum sjálfum. Það er bara eins og það er.

Breiðablik mætir Keflavík í Keflavík í bikarnum í vikunni.

Það verður bara hörkuleikur. Keflavík úti er erfið rimma alltaf. Sérstaklega í bikarnum. Þótt þeir séu í B-deild eru þeir með gott lið og góða stemningu í liðinu þannig við þurfum að koma vel stemmdir inn í þann leik.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Víkinga eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner