Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 21. apríl 2024 23:07
Sölvi Haraldsson
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er bara súrt að tapa. Þetta var ekki nógu gott heilt yfir. Það er stutt í næsta leik og maður verður að jafna sig hratt á þessu.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-1 tap á Víkingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Höskuldur er ánægður með hvernig leikurinn byrjaði en hann telur að Blikarnir hafi flýtt sér of mikið og hefðu átt að anda með nefinu þegar þeir fengu fyrsta markið á sig.

Við mætum kröftugir til leiks. Þeir ná svo að þrýsta okkur til baka og fá mörg föst leikatriði í röð. Það er stutt á milli markanna í fyrri og seinni hálfleik. Við förum að flýta okkur allt of mikið. Við hefðum átt að anda bara aðeins með nefinu.“

Leikirnir milli liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir bæði innan sem utan vallar. Höskuldur er mjög lítið að pæla í því fyrir og eftir leiki.

Ég veit það ekki. Maður er ekkert að pæla í því. Fyrst og fremst er maður að pæla í leiknum sjálfum. Ég hef ekkert meira um það að segja. Þetta var hörkuleikur og ég fann það að það er mikið kapp á milli liðanna.

Stuðningsmenn Víkings voru duglegir að gelta á Höskuld Gunnlaugsson þegar hann fékk boltann í leiknum.

Ég tek mjög lítið eftir hlutum utan vallarins í leiknum sjálfum. Það er bara eins og það er.

Breiðablik mætir Keflavík í Keflavík í bikarnum í vikunni.

Það verður bara hörkuleikur. Keflavík úti er erfið rimma alltaf. Sérstaklega í bikarnum. Þótt þeir séu í B-deild eru þeir með gott lið og góða stemningu í liðinu þannig við þurfum að koma vel stemmdir inn í þann leik.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Víkinga eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner