Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   sun 21. apríl 2024 23:07
Sölvi Haraldsson
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er bara súrt að tapa. Þetta var ekki nógu gott heilt yfir. Það er stutt í næsta leik og maður verður að jafna sig hratt á þessu.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 4-1 tap á Víkingum í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Höskuldur er ánægður með hvernig leikurinn byrjaði en hann telur að Blikarnir hafi flýtt sér of mikið og hefðu átt að anda með nefinu þegar þeir fengu fyrsta markið á sig.

Við mætum kröftugir til leiks. Þeir ná svo að þrýsta okkur til baka og fá mörg föst leikatriði í röð. Það er stutt á milli markanna í fyrri og seinni hálfleik. Við förum að flýta okkur allt of mikið. Við hefðum átt að anda bara aðeins með nefinu.“

Leikirnir milli liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir bæði innan sem utan vallar. Höskuldur er mjög lítið að pæla í því fyrir og eftir leiki.

Ég veit það ekki. Maður er ekkert að pæla í því. Fyrst og fremst er maður að pæla í leiknum sjálfum. Ég hef ekkert meira um það að segja. Þetta var hörkuleikur og ég fann það að það er mikið kapp á milli liðanna.

Stuðningsmenn Víkings voru duglegir að gelta á Höskuld Gunnlaugsson þegar hann fékk boltann í leiknum.

Ég tek mjög lítið eftir hlutum utan vallarins í leiknum sjálfum. Það er bara eins og það er.

Breiðablik mætir Keflavík í Keflavík í bikarnum í vikunni.

Það verður bara hörkuleikur. Keflavík úti er erfið rimma alltaf. Sérstaklega í bikarnum. Þótt þeir séu í B-deild eru þeir með gott lið og góða stemningu í liðinu þannig við þurfum að koma vel stemmdir inn í þann leik.“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Víkinga eftir 4-1 tap Breiðabliks gegn Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner