Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 21. júlí 2021 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund að ganga frá Malen - Í viðræðum við Raiola
Malen spilaði alla leiki hollenska landsliðsins á EM í sumar. Hann á 13 leiki að baki fyrir A-liðið eftir að hafa verið skærasta stjarna yngri landsliðanna.
Malen spilaði alla leiki hollenska landsliðsins á EM í sumar. Hann á 13 leiki að baki fyrir A-liðið eftir að hafa verið skærasta stjarna yngri landsliðanna.
Mynd: EPA
Fabrizio Romano greinir frá því að Borussia Dortmund ætlar að reyna að ganga frá kaupunum á Donyell Malen, framherja PSV Eindhoven, sem fyrst.

Malen er 22 ára gamall landsliðsmaður Hollands sem hefur skorað 55 mörk í 116 leikjum með PSV.

Dortmund lítur á ungstirnið sem arftaka Jadon Sancho sem er á leið til Manchester United. Dortmund er þó ekki eina félagið sem hefur mætur á Malen því mikill áhugi er á honum úr ítalska boltanum og frá Liverpool.

Nú virðist Malen þó vera á leið til Dortmund sem er komið í samningsviðræður við Mino Raiola, umboðsmann leikmannsins, eftir að hafa fengið grænt ljós frá PSV.

Malen er samningsbundinn PSV næstu þrjú árin og óljóst hversu mikið Dortmund þarf að greiða fyrir hann. Framherjinn er metinn á 30 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner