Það hefur talsvert verið rætt um kostnaðinn fyrir KA að fá Birni Snæ Ingason í sínar raðir fyrir rúma þrjá mánuði af fótbolta. Birnir samdi í síðustu viku við KA út árið, rifti samningi sínum við sænska félagið Halmstad og samdi við KA.
Það hefur verið slúðrað um heildarkostnað sem nemur allt að 15 milljónum króna fyrir KA.
Rætt var um komu Birnis í Innkastinu þar sem fjallað var um sigur KA á ÍA á laugardag, en það var fyrsti leikur Birnis með KA. Hann kom inn á og lék tæpan hálftíma, hans fyrsti leikur í rúma tvo mánuði.
Það hefur verið slúðrað um heildarkostnað sem nemur allt að 15 milljónum króna fyrir KA.
Rætt var um komu Birnis í Innkastinu þar sem fjallað var um sigur KA á ÍA á laugardag, en það var fyrsti leikur Birnis með KA. Hann kom inn á og lék tæpan hálftíma, hans fyrsti leikur í rúma tvo mánuði.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 ÍA
Það eru margar milljónir í húfi fyrir félögin í Bestu deildinni, mikilvægt að halda sæti sínu deildinni. 60 milljónir er upphæð sem hefur verið nefnd þegar talað er um verðmæti sætis í Bestu deildinni.
„Stjórnin er að bakka liðið upp með því að ná í Birni, klárt mál að hann kostar slatta af peningum. Ég hef heyrt að menn séu að gagnrýna KA fyrir að eyða þetta miklum peningum í leikmann, en peningurinn fyrir að halda sér í deildinni er mjög mikill. Ef Birnir getur verið munurinn á því að liðið heldur sér uppi eða ekki, þá borgar þetta sig, þótt þetta hljómi eins og mjög mikil skammtímalausn. Gæði eins og Birnir er með, þau kosta líka," sagði Sæbjörn Steinke, fréttamaður Fótbolta.net.
„KA þurfti leikmann, þurftu innspýtingu. Að fá Birni inn er risa, risa, risa 'signing'. Ég held að allir stjórnarmenn og gjaldkerar liðanna í deildinni hefðu gert nákvæmlega það sama ef þetta hefði verið möguleiki," sagði Siggi Höskulds, þjálfari Þórs.
„Ef við hefðum frétt af því að KA hefði haft möguleika á að fá Birni Snæ Ingason en ekki tímt því, það hefði verið glórulaust og hefði verið gagnrýnt," sagði Elvar Geir, ritstjóri Fótbolti.net.
Þetta sagði Haddi þjálfari:
„Þetta er innspýting fyrir okkur, vel gert hjá stjórninni, búnir að bakka okkur upp og nú er okkar að halda áfram að gera vel."
Þetta sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA:
„Hann kemur og gerir samning við okkur til áramóta. Ég held að menn geti alveg lagt saman tvo og tvo, það að ná í prófíl eins og Birni, sem var valinn besti leikmaðurinn í deildinni fyrir átján mánuðum síðan, þú þarft alveg að telja upp úr dósapokunum til að láta það ganga heim og saman, en þetta er ekkert sem við ráðum ekki við og höfum ekki séð áður."
Þetta sagði Birnir sjálfur:
„Ég held að menn sjái það alveg að kjörin skipta máli í þessu og ég var ekki að skrifa undir lélegan samning. Þetta er bara áskorun fyrir mig, hef þennan fimm mánaða glugga og svo er ég samningslaus. Auðvitað halda menn það (að þetta sé hár samningur), það voru einhverjir sem bjuggust kannski ekki við því að ég væri að fara í KA, skil alveg að það sé sjokk fyrir marga að sjá þetta."
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 15 | 9 | 3 | 3 | 39 - 20 | +19 | 30 |
2. Víkingur R. | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 16 | +11 | 30 |
3. Breiðablik | 15 | 9 | 3 | 3 | 27 - 20 | +7 | 30 |
4. Fram | 15 | 7 | 2 | 6 | 23 - 19 | +4 | 23 |
5. Stjarnan | 15 | 6 | 3 | 6 | 25 - 26 | -1 | 21 |
6. Vestri | 15 | 6 | 1 | 8 | 13 - 14 | -1 | 19 |
7. Afturelding | 15 | 5 | 4 | 6 | 18 - 20 | -2 | 19 |
8. FH | 15 | 5 | 3 | 7 | 25 - 20 | +5 | 18 |
9. ÍBV | 15 | 5 | 3 | 7 | 14 - 21 | -7 | 18 |
10. KA | 16 | 5 | 3 | 8 | 16 - 31 | -15 | 18 |
11. KR | 15 | 4 | 4 | 7 | 35 - 37 | -2 | 16 |
12. ÍA | 16 | 5 | 0 | 11 | 16 - 34 | -18 | 15 |
Athugasemdir