Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 21. ágúst 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 12. umferð: Búinn að vera í ruglinu góður
Joey Gibbs (Keflavík)
Lengjudeildin
Með 13 mörk í tíu deildarleikjum.
Með 13 mörk í tíu deildarleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar.
Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ástralski sóknarmaðurinn Joey Gibbs er leikmaður 12. umferðarinnar í Lengjudeildinni og er þetta aðra umferðina í röð sem hann fær þá tilnefningu hér á Fótbolta.net.

Gibbs hefur blómstrað í sókndjörfu Keflavíkurliði í sumar og er hann markahæstur í deildinni með 13 mörk í tíu leikjum. Hann gerði tvennu í stórkostlegum 6-1 sigri Keflavíkur á Víkingi Ólafsvík og var hann valinn maður leiksins í þeim leik af fréttaritara á vellinum.

„Maðurinn er búinn að vera í ruglinu góður í sumar og hann er hvergi nær hættur," skrifaði Ármann Örn Guðbjörnsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Sjá einnig:
Lið 12. umferðar

Joey, sem er 28 ára, skrifaði nýverið undir nýjan samning við Keflavík sem gildir til 2022. Honum líkar lífið vel í Keflavík og stefnir á að spila í efstu deild með félaginu.

„Hann verður væntanlega í efstu deild á næsta ári, sama hvort það verði með Keflavík eða einhverju öðru félagi," sagði Gunnar Birgisson í Innkastinu fyrr í vikunni.

Styrkleikar Joey felast mikið í því að vera réttur maður á réttum stað. Hann er góður í að koma sér í færi og hann er góður í að nýta þau, eins og markafjöldi hans í sumar sýnir. Í viðtali fyrr í sumar sagði hann: „Ég á að vera á endanum á liðssóknum," og það er það sem þessi stæðilegi framherji hefur verið að gera.

Keflavík er á toppi Lengjudeildarinnar, en deildin heldur áfram að rúlla á morgun þegar 13. umferðin hefst.

Ef þú hefur áhuga á að lesa meira um Joey og hans feril hingað til þá geturðu smellt hérna til að lesa ítarlegt og skemmtilegt viðtal við hann.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Bestur í 11. umferð: Joey Gibbs (Keflavík)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner