Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 24. júlí 2020 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 7. umferð: Á toppnum en eiga helling inni
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Lengjudeildin
Vuk Oskar fagnar marki sínu á móti Ólsurum.
Vuk Oskar fagnar marki sínu á móti Ólsurum.
Mynd: Brandur Jónsson
Leiknismenn eru komnir á toppinn.
Leiknismenn eru komnir á toppinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Oskar Dimitrijevic átti stórleik þegar Leiknir Reykjavík fór með 5-0 sigur af hólmi gegn Víkingi Ólafsvík í fyrsta leik Guðjóns Þórðarsonar sem þjálfara Ólsara.

„Opnaði leikinn með flottu marki eftir snarpa sókn Leiknis. Er virkilega góður á boltann og tekur mikið til sín og skapar mikið fyrir félaga sína. Frábær leikur í dag hjá frábærum leikmanni," skrifaði Sverrir Örn Einarsson í skýrslu sinni eftir leikinn.

Vuk var ánægður með leikinn. „Mér leið mjög vel í leiknum, liðið átti góða æfingaviku og vorum við vel undirbúnir fyrir þennan leik. Þegar við komumst 2-0 yfir var þetta nokkuð þægilegt eftir það."

„Við byrjuðum leikinn frábærlega, Máni og Sævar gerðu vel hægra megin og Máni kemur með flotta fyrirgjöf og ég kláraði vel. Það var mjög mikilvægt að skora snemma til að brjóta upp leikinn því við vissum að þeir myndu liggja til baka og beita skyndisóknum."

„Ég átti flottan leik, eins og allt liðið. Frammistaða okkar í sumar er bara búin af vera fín, en við eigum þó helling inni," segir Vuk en Leiknir fór á toppinn með þessum sigri.

Vuk er á sínu síðasta tímabili í Breiðholti, alla vega í bili. Hann er búinn að skrifa undir samning við FH fyrir næsta tímabil. Hann ætlar að hjálpa Leikni að komast upp áður en hann skiptir yfir í Hafnarfjörðinn.

„Markmiðið er alltaf að komast upp með Leikni, ég einbeiti mér að því og ætla ég að gera allt til að ná því markmiði. Það væri skemmtilegt að mæta Leikni í Pepsi Max-deildinni ef við komust upp," segir Vuk Oskar Dimitrijevic.

Sjá einnig:
Lið 7. umferðar: Sævar oftar í liðinu en ekki

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Athugasemdir
banner
banner