Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
sunnudagur 14. september
Besta-deild kvenna
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
föstudagur 5. september
Undankeppni HM
laugardagur 30. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Lengjudeild karla
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild karla
miðvikudagur 27. ágúst
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 25. ágúst
föstudagur 22. ágúst
Besta-deild kvenna
Mjólkurbikar úrslit
mánudagur 18. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 16. ágúst
Mjólkurbikar kvenna
fimmtudagur 14. ágúst
Besta-deild kvenna
Forkeppni Evrópudeildarinnar
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
mánudagur 11. ágúst
Besta-deild karla
laugardagur 13. september
Championship
Stoke City 1 - 0 Birmingham
Coventry 1 - 1 Norwich
Watford 0 - 1 Blackburn
Wrexham 1 - 3 QPR
Oxford United 2 - 2 Leicester
West Brom 0 - 1 Derby County
Charlton Athletic 1 - 1 Millwall
Sheff Wed 0 - 3 Bristol City
Swansea 2 - 2 Hull City
Preston NE 2 - 2 Middlesbrough
FA Cup
Pickering Town 0 - 2 Runcorn Linnets
Fylde 4 - 1 Bamber Bridge
Telford United 3 - 1 Kidderminster
Totton 2 - 0 Torquay
Alvechurch 3 - 0 Leamington
Ashford United 0 - 3 Chatham
Ashton United 2 - 0 Scarborough Athletic
Bedford Town 1 - 1 Dagenham
Billericay 3 - 0 Berkhamsted
Bootle 1 - 3 Darlington
Bracknell 2 - 0 Tadley
Brixham 1 - 3 Dorchester
Burgess Hill Town 1 - 3 Farnham
Bury Town 1 - 1 Woodford Town
Buxton 3 - 0 Redditch United
Chasetown 0 - 0 Banbury United
Chelmsford 6 - 0 Hertford
Chertsey 2 - 3 Cray Valley
Chesham United 1 - 4 Kings Lynn Town
Coleshill Town 0 - 7 Hednesford Town
Congleton 0 - 1 Chorley
Curzon Ashton 4 - 1 Hebburn Town
Deal 2 - 1 Egham Town
Dorking Wanderers 7 - 2 Wingate and Finchley
Dunston UTS 1 - 0 Stocksbridge
Eastbourne Borough 4 - 0 Epsom
Ebbsfleet Utd 5 - 0 Ashford Town
Enfield FC 0 - 3 Enfield Town
Fareham 0 - 3 Sholing
Farnborough 4 - 1 Dover
FC United of Manchester 0 - 1 Chadderton
Gainsborough 2 - 1 Rushall Olympic
Gloucester City 1 - 2 Chippenham
Gosport Borough 0 - 3 Poole Town
Grimsby Borough 1 - 1 Halesowen Town
Hampton and Richmond 4 - 2 Croydon Athletic
Hanwell Town 0 - 1 Bedfont Sports
Harborough 3 - 2 Worksop Town
Hemel 4 - 1 Bishops Stortford
Hitchin Town 1 - 2 St Albans
Hungerford Town 3 - 0 Swindon Supermarine
Hyde 2 - 0 Whitby Town
Jersey Bulls 2 - 2 Worthing
Leiston 4 - 1 Hackney Wick
Macclesfield Town 3 - 0 Atherton R.
Maidenhead Utd 0 - 1 Faversham Town
Maldon and Tiptree 2 - 0 Stanway
Matlock Town 3 - 0 Carlton Town
Merthyr T 4 - 0 Torpoint
Morpeth Town 2 - 1 Witton Albion
Mulbarton Wanderers 0 - 0 Witham Town
Nantwich 3 - 1 Trafford
Needham Market 4 - 2 Eynesbury
Newcastle Blue Star 0 - 2 Marine
Peterborough Sports 2 - 1 Hornchurch
Quorn 2 - 1 Kettering
Racing Club Warwick 3 - 3 Evesham United
Radcliffe Boro 1 - 1 Southport
Royston Town 1 - 0 Brentwood Town
Salisbury 4 - 1 Laverstock and Ford
Shaftesbury Town 1 - 1 Frome Town
Shepshed 0 - 2 Stamford
South Shields 2 - 1 Guiseley
Spalding United 3 - 0 Alfreton Town
Sporting Khalsa 1 - 2 Hereford
Stalybridge 1 - 2 Chester
Steyning Town 2 - 2 Tonbridge Angels
Sudbury 1 - 2 Aveley FC
Sutton Coldfield Town 3 - 1 Stourbridge
Taunton Town 1 - 1 Weston-super-Mare
Tower Hamlets 0 - 2 Flackwell
Waltham Abbey 2 - 0 Gorleston
Welling Town 1 - 1 Slough Town
West Auckland Town 0 - 1 Spennymoor Town
Westbury United 3 - 2 Oxford City
Westfields 2 - 2 Horsham
Whitehawk 0 - 2 Walton-Hersham
Whitstable Town 1 - 1 Chichester
Wimborne Town 2 - 1 Bath
Úrvalsdeildin
Fulham 1 - 0 Leeds
Everton 0 - 0 Aston Villa
Crystal Palace 0 - 0 Sunderland
Brentford 1 - 2 Chelsea
West Ham 0 - 3 Tottenham
Bournemouth 2 - 1 Brighton
Newcastle 1 - 0 Wolves
Arsenal 3 - 0 Nott. Forest
Bundesligan
Freiburg 3 - 1 Stuttgart
Union Berlin 2 - 4 Hoffenheim
Mainz 0 - 1 RB Leipzig
Wolfsburg 3 - 3 Köln
Heidenheim 0 - 2 Dortmund
Bayern 5 - 0 Hamburger
Frauen
Nurnberg W 1 - 4 Werder W
Essen W 0 - 0 Hamburger W
Vináttuleikur
Ekkert mark hefur verið skorað
Ekkert mark hefur verið skorað
Serie A
Cagliari 2 - 0 Parma
Juventus 4 - 3 Inter
Fiorentina 1 - 3 Napoli
Eliteserien
SK Brann 3 - 2 Valerenga
Molde 1 - 2 Fredrikstad
Toppserien - Women
Kolbotn W 1 - 2 Roa W
Stabek W 2 - 1 Bodo-Glimt W
Úrvalsdeildin
Akhmat Groznyi 1 - 1 Lokomotiv
Dinamo 2 - 2 Spartak
FK Krasnodar 2 - 1 Akron
Nizhnyi Novgorod 3 - 1 Orenburg
La Liga
Athletic 0 - 1 Alaves
Getafe 2 - 0 Oviedo
Real Sociedad 1 - 2 Real Madrid
Atletico Madrid 2 - 0 Villarreal
Damallsvenskan - Women
Alingsas W 0 - 1 Vittsjo W
Hammarby W 3 - 0 Linkoping W
Kristianstads W 2 - 1 Vaxjo W
Elitettan - Women
Gamla Upsala W 1 - 1 Jitex W
Mallbacken W 0 - 1 Team TG W
Orebro SK W 0 - 1 Elfsborg W
Trelleborg W 0 - 0 KIF Orebro W
Umea W 2 - 2 Hacken-2 W
Uppsala W 6 - 0 Bollstanas W
Trelleborg W - Orebro SK W - 13:00
banner
mán 17.ágú 2020 16:15 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Úr gróðureldum í snjóstorm

Josep Arthur Gibbs, eða Joey Gibbs líkt og hann kýs að vera kallaður, er nafn sem þeir sem fylgjast með Lengjudeildinni þekkja vel. Ástralinn marksækni sem leikur í framlínu Keflavíkur hefur farið vel af stað með liðinu og er markahæstur í deildinni með ellefu mörk í níu leikjum.

Fótbolti.net settist niður með Joey með það fyrir augum að kynnast manninum sem flaug yfir hálfan hnöttinn úr sólinni í Sydney til að raða inn mörkum fyrir Keflavík.

Gibbs í leik með unglingaliði Sidney.
Gibbs í leik með unglingaliði Sidney.
Mynd/Getty Images
Í leik með Western Sydney Wanderers 2012.
Í leik með Western Sydney Wanderers 2012.
Mynd/Getty Images
Gibbs fagnar marki fyrir Newcastle Jets 2013.
Gibbs fagnar marki fyrir Newcastle Jets 2013.
Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Í treyju Blacktown City.
Í treyju Blacktown City.
Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Við undirskrift í Hong Kong.
Við undirskrift í Hong Kong.
Mynd/Aðsend mynd
Gibbs er markahæstur í Lengjudeildinni.
Gibbs er markahæstur í Lengjudeildinni.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvaðan kemur Joey og hvenær byrjaði hann að æfa fótbolta?

„Ég kem frá bæ sem er um 100 kílómetra norður af Sydney og heitir Central Coast. Ég byrjaði að æfa fótbolta um leið og ég gat, upp úr fimm ára aldri sem er sá aldur sem flestir byrja í Ástralíu. Pabbi minn og eldri bróðir voru í Rugby League sem er ein vinsælasta íþróttin í Ástralíu en mið bróðir minn var í fótbolta og ég elti hann og varð ástfanginn af leiknum.“

Við hér á Íslandi höfum löngum verið stolt af því hvernig þjálfun barna og ungmenna er háttað hér á landi þar sem menntaðir þjálfarar sinna allt niður í yngstu iðkendum. Hvernig er þeim málum háttað í Ástralíu? Sjá foreldrar um þjálfun eða eru menntaðir þjálfarar?

„Það er mikil umræða um þetta í Ástralíu þessi misserin og ég tel að við séum að reyna að breyta því en landslagið sem við glímum við er annað en hér á Íslandi. Fótbolti er ekki aðalíþróttin svo peningar eru oft af skornum skammti svo oft á tíðum eru foreldrar að sjá um yngstu hópana sem er synd því ég heyri að Íslendingar séu að gera þetta mjög vel.“

Þeytti frumraun í úrslitaleik
Meistaraflokksferill Joey Gibbs hófst með félagi sem heitir Manly United þegar hann var 17 ára gamall. En Manly United er fyrir þá sem til þekkja uppeldisfélag Lucas Neill sem sem lék með Blackburn, West Ham og Everton í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég var að spila með u16 liðinu hjá þeim og tók þetta skref inn í aðalliðið sem var frekar stórt stökk og sleppti þar af leiðandi u18 og u20 liðinu. Ég var sömuleiðis svo heppinn að fá styrk sem félagið veitir árlega í nafni Lucas Neill til leikmanns sem hefur skarað fram úr í þessum 15-16 ára aldurshópi. Ég fór til Englands í tvær vikur og heimsótti nokkur félög þar sem var virkilega góð reynsla sem ég er þakklátur fyrir.“

18 ára gamall fékk Joey risastórt tækifæri í áströlskum fótbolta þegar hann kom inná sem varamaður hjá Sydney FC í úrslitaleik A-League deildarinnar sem er toppurinn á pýramídanum í knattspynu í Ástralíu og er spiluð undir svipuðu fyrirkomulagi og tíðkast í MLS með deildarkeppni sem lýkur svo með úrslitakeppni og hreinum úrslitaleik.

„Sagan á bakvið það er skemmtileg og eitthvað sem ég mun alltaf eiga og verð stoltur af. Fyrr um árið þá hafði ég orðið fyrir því að fá álagsbrot í báða ökkla og var í hjólastól í upphafi árs. Ég náði bata og fór í gegnum endurhæfingu og var bara virkilega þakklátur fyrir að komast aftur út á völl. Fæ svo það tækifæri að æfa með aðalliðinu sem var mikil og góð reynsla þar sem á þeim tíma voru leikmenn eins og John Aloisi sem lék á Spáni og margir leikmenn með reynslu frá Englandi hjá liðinu. Svo hópurinn var gríðarlega reynslumikill og góður og ég mjög spenntur að vera í kringum þessi stóru nöfn. En liðið var meiðslahrjáð þar sem meðalaldur liðsins var nokkuð hár. Fyrirliðinn meiddist, John Aloisi meiddist og allt í einu er ég kominn á bekkinn í úrslitaleiknum. Kom svo inná í framlengingu eftir 113 mínútur að mig minnir og fékk minn fyrsta leik í A-League í sjálfum úrslitaleiknum fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda. Við unnum svo leikinn í vítaspyrnukeppni. Ég man sömuleiðis að ég hafði aldrei komið á næturklúbb fyrr en þetta kvöld svo reynslan var virkilega góð í heildina.“

Átján ára peningalaus í Belgíu
Dvölin hjá Sidney FC varð þó ekki lengri hjá Joey sem spilaði því aðeins þennan eina leik fyrir félagið. Ný áskorun tók þó við þar sem hann gekk til liðs við lið Olympic Charleroi í Belgíu. Dvölin þar varð þó ekki alveg eins til stóð í upphafi.

„Tækifærið að fara til Belgíu kom upp strax eftir úrslitaleiknn, Ég var 18 ára gamall og leið vel með hlutina. En sem Ástrali án tengingar við Evrópu var mjög erfitt fyrir að fá vegabréfsáritun og atvinnuleyfi til þess að spila fótbolta í Evrópu. En umboðsmaður útvegaði mér þetta tækifæri að fara til 3. deildarliðs Olympic Charleroi og ég gerði tveggja ára samning þar. Félagði hafði nýverið verið keypt af enskum umboðsmanni sem var meðal annars umboðsmaður Andy Carroll svo það var mikið í gangi og mjög áhugaverður tími. Svo ég sló til og planið var að vera í Belgíu í fjögur ár og verða mér úti um atvinnuleyfi og vonandi þar sem félagið hafði skipt um eigendur spila með því í efri deildum Belgíu en allir þekkja fótboltann. Alþjóðleg efnahagskrísa skellur á, allir fjárfestarnir drógu sig út úr félaginu, ég fékk ekki borgað og ég 18 ára peningalaus í Belgíu. Ég eyddi alls sjö mánuðum í Belgíu sem var ákveðin reynsla og ég held ég hafi lært mikið af því sem manneskja en fótboltinn var á undanhaldi þar sem að allt féll um sjálft sig hvað hann varðar en ég lærði þó smá í frönsku.“

Eftir heimkomu til Ástralíu og stutta viðdvöl hjá uppeldisfélaginu Manly United söðlaði Joey um og gekk til liðs við Marconi Stallions sem leikur í úrvalsdeild New South Wales. Þar hitti hann fyrir leikmann að nafni Danny Severino sem lék með Keflavík sumarið 2006.

Eftir tveggja ára dvöl hjá Marconi gekk Joey til liðs við hið nýstofnaða A-League félag Western Sydney Wanderers og lék með þeim 13 leiki og skoraði 2 mörk fyrir félagið sem átti velgengni að fagna á sínu fyrsta tímabili þótt dvölin hafi ekki verið jafn löng og Joey hefði viljað.

„Ég held ég hafi verið síðasti leikmaðurinn sem var fengin til liðs við félagið fyrir þetta fyrsta tímabil. Ég var auðvitað að spila í neðri deild og margir aðrir leikmenn komið til liðsins frá öðrum löndum Aaron Mooy sem nú er hjá Brighton var meðal annars í liðinu sem og Shinji Ono og liðið var mjög gott. Ég náð einhverjum þrettán leikjum þetta tímabil sem ég tel mjög gott fyrir tæplega tvítugan ástalskan framherja þar sem ekki margir ástralskir framherjar spila yfir höfuð í efstu deild sem er miður en ég átti þokkalegt tímabil. Við endum á því að vinna deildina á fyrsta ári félagsins en töpuðum í lokaúrslitum. Fyrir mót hafði ég skrifað undir árs samning og fannst ég hafa staðið mig vel en Tomi Juric landsliðmaður Ástralíu sem nú leikur með CSKA Sofia var á leið til liðsins og þjálfarinn vildi ólmur fá hann. Ég horfði því fram á að fá lítið að spila gekk því til liðs við Newcastle Jets. Þar fann ég fyrir Emile Heskey og nokkra aðra með reynslu úr ensku úrvalsdeildinni svo aftur mjög samkeppnishæft lið og ég spilaði ekki eins mikið og ég hefði viljað.“

Hjá lélegu liði í Hong Kong
Eftir tímabilið hjá Newcastle tók við stutt stopp hjá APIA Leichhardt áður en Joey bauðst ævinýri á framandi slóðum er honum bauðst samningur hjá liði Tai Po sem leikur í úrvalsdeildinni í Hong Kong.

„Að fara til Hong Kong er eflaust skrýtið. Ég var á skrýtnum stað á mínum ferli eftir að hafa leikið í A-League í þrjú ár og fannst að ég ætti að vera að spila þar en var það svo ekki. Hvernig allt endaði hjá Newcastle var erfitt fyrir mig og ég man að annað lið í deildinni vildi fá mig og mér var lofað samningi en eins og stundum vill verða í fótboltanum var þjálfarinn sem vildi mig rekinn og sá sem tók við vildi fá sína leikmenn inn sem er alveg skiljanlegt. En ég án samnings og var úti í kuldanum og þegar þú ert á annað borð kominn í frystikistuna í A-League er mjög erftt að ætla sér að komast aftur inn. Svo ég fór að kanna möguleika mína og endaði í Hong Kong. Eftir á að hyggja voru þessi skipti ekkert sérstök fótboltalega séð, frábær reynsla en út frá fótboltanum var hún ekkert frábær. Ég fór til liðs sem hafði farið upp um deild tímabilið á undan, enginn talaði ensku þar og fótboltamenningin mjög áhugaverð. Hlutir gerðir á allt annan hátt en ég átti að venjast og sem dæmi er ég í dag að spila með góðu fótboltaliði sem framherji en að spila með lélegu fótboltaliði getur látið þig líta mjög illa út. Ég held ég hafi náð að skora eitt mark í tólf leikjum þarna og úr þessum tólf leikjum fengum við eitt stig.“

Eftir Hong Kong dvölina hélt Joey aftur heim til Ástralíu og gekk til liðs við Blacktown United sem er einna þekktast fyrir þá staðreynd að ekki ómerkari menn en Bobby Charlton og Kevin Keegan eiga báðir leiki fyrir það. Joey eyddi alls fimm árum með Blactown og átti meðal annars þátt í bikarævintýri með félaginu árið 2017.

„Blacktown er frábær klúbbur sem mér leið vel hjá og átti góðu gengi að fagna með. Liðið er vant árangri og sem dæmi taldist það slæmur árangur hjá okkur ef við lentum í þriðja sæti deildarinnar. En tímabilið 2017 var slæmt hjá okkur í deildinni en við áttum þetta bikarævintýri þar sem við meðal annars slógum út A-League lið Central Coast Mariners og ég skoraði tvö mörk í 4-2 sigri. Það kvöld var mjög eftirminnilegt og það var stórt að lið úr neðri deild skyldi slá út lið úr A-League því þeir eru atvinnumenn en við svipað og er hér á landi þar sem þú vinnur með. En kvöldið var frábært og að vinna heimabæjarliðið mitt var sætt og ég brosi enn yfir því."

Joey eyddi eins og áður sagði fimm árum með liði Blacktown eftir að hafa flakkað töluvert á milli liða árin á undan svo honum hefur augljóslega liðið vel hjá liðinu.

„Já þegar ég lít til baka þá kom mér vel saman við hópinn. Góður árangur hjálpar auðvitað þar en mér fannst ég sömuleiðis þróast úr því að vera strákur að spila fótbolta yfir í mann sem spilar fótbolta svo þessi fimm ár hjá þeim gerðu mikið fyrir minn leik.“

„Það sem var aðalmálið fyrir mig var hvernig Siggi talaði um þetta.“

Fór til Íslands til að kveikja neistann
Eftir fimm ár hjá Blacktown var kominn tími á annað ævintýri hjá Joey þegar tækifæri bauðst að fara til Íslands og spila fyrir lið Keflavíkur. Hvernig kom það til og fékk hann ráð frá Danny Severino fyrrum samherja og leikmanns Keflavíkur?

„Á þessum tímapunkti var ég að skoða möguleika mína. Ég hafði verið hjá Blacktown í fimm ár og var að verða 27 ára svo ef ég ætlaði að fara eitthvað þá væri það núna og mig vantaði sömuleiðis einhvern auka neista fyrir feril minn því mér fannst ég farinn að verða kannski ögn værukær og þurfti á nýrri áskorun að halda. Tækifærið að koma til Íslands kom upp í gegnum umboðsmann sem var í sambandi við Sigga (Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara Keflavíkur) en ég hafði líka möguleika á því að fara til Jórdaníu, sem eflaust hefði verið áhugavert með Covid og allt sem hefur verið í gangi, en ég er þakklátur að hafa komið til Íslands. Ég talaði líka við Danny áður en ég kom um það hvernig bær Keflavík er og talaði hann vel um það. Minntist á hversu frábært fólk er hér og var hann á því að mér myndi ganga vel hér. En það sem var aðalmálið fyrir mig var hvernig Siggi talaði um þetta. Hann er með fastmótað hvernig hann vill spila og hvernig hann talaði sagði mér að hann hafði fylgst með mér og vissi hvernig leikmaður ég er. Siggi skilur það og þekkir mína styrkleika, leikmenn þekkja styrleika hvors annars svo við spilum leik sem hentar okkur. Það allt hjálpaði við að taka þessa ákvörðun eftir reynslu mína frá Hong Kong sem var dæmi um hvernig þú átt ekki að gera hlutina þegar þú ferð út í svona. “

Viðbrigðin fyrir Joey voru þó mikil að koma til Íslands úr sumarhitanum í Ástralíu snemma á þessu ári.

„Það sem að lýsir þessu best er líklega síðasti leikurinn sem ég spilaði í Ástralíu áður en ég kem hingað. Það voru miklir gróðureldar sem herjuðu í janúar og síðasti leikurinn minn sem fór fram í vesturhluta Sidney var spilaður í 38 gráðu hita og reykjarmettuðu lofti. Eftir á held ég að það hafi ekki verið löglegt að láta okkur spila þá þar sem í Ástralíu eru reglur um hversu mikill reykur má vera í andrúmsloftinu til að öruggt sé að spila. En svo kem ég hingað og fyrstu vikunna er allt á kafi í snjó og ég hafði aldrei séð snjó áður svo breytingin var talsverð.“

Á tímum sem þessum þegar heimsfaraldur kórónuveiru gengur yfir hlýtur að vera erfitt fyrir Joey að vera jafn langt frá fjölskyldu og vinum og raun ber vitni.

„Það er án efa það erfiðasta við þetta allt. Kærastan mín átti til að mynda að koma til mín í apríl síðastliðnum en ég fór í febrúar. Síðan hefur allur þessi tími liðið og þetta hefur verið erfitt fyrir okkur. “

Joey hefur átt tölverðri velgengni að fagna með Keflavík fram til þessa og er liðið eitt af þeim liðum sem mun keppast um að komast upp í Pepsi Max-deildina að ári. Hvert stefnir Joey í framtíðinni, kæmi það til greina að spila með Keflavík að ári komist þeir í Pepsi Max deildina?

„Já það er klárlega eitthvað sem ég hef verið að hugsa um. Það er þar sem ég vill spila og það er þar sem félagið vill vera. En það er fyndið að spá í framtíðina á þessum tíma. Maður veit ekki hvað maður gerir á laugardaginn og hvað þá á næsta tímabili en ég skal þó segja að félagið hefur reynst mér vel, fólkið hér hefur reynst mér vel sem og liðsfélagar mínir og ég er ánægður með hvernig allt hefur verið fram til þessa. En eins og áður sagði er erfitt að vera jafn langt frá fjölskyldu og raunin er svo við skulum bara sjá hvað tíminn leiðir í ljós.“

Þess má geta að Joey hefur nú framlengt samning sinn við Keflavík til loka árs 2022 líkt og fram kemur hér en viðræður höfðu ekki hafist þegar viðtalið var tekið.
Athugasemdir