þri 18. ágúst 2020 18:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 11. umferð: Mitt starf að skora mörk
Joey Gibbs (Keflavík)
Lengjudeildin
Joey Gibbs, sóknarmaður Keflavíkur.
Joey Gibbs, sóknarmaður Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hann er markahæstur í Lengjudeildinni með 11 mörk í níu leikjum.
Hann er markahæstur í Lengjudeildinni með 11 mörk í níu leikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var langt ferðalag og við höfðum ekki spilað í nokkrar vikur. Því var þetta alltaf að fara að verða erfiður leikur, en við fundum taktinn snemma og fyrir vikið var leikurinn auðveldari," segir Joey Gibbs, ástralskur sóknarmaður Keflavíkur.

Joey, sem er 28 ára gamall, skoraði þrennu í sigrinum á Magna og var maður leiksins. Hann er markahæstur í deildinni og Keflavík er á toppnum.

„Það var orðið svolítið síðan ég skoraði þrennu, og þetta er mín fyrsta þrenna fyrir félagið svo ég er ánægður."

Sjá einnig:
Lið 11. umferðar

„Það er mitt starf að skora mörk, og ég býst að klára þau færi sem ég fæ. Ég veit að ég er með marga góða leikmenn í kringum mig sem munu alltaf búa til færi fyrir mig. Það gerir það auðveldara að aðlagast nýju landi þegar þér gengur vel inn á vellinum."

Eins og Joey kom inn á, þá hafði verið pása fyrir leikinn gegn Magna, rúmlega tveggja vikna Covid-pása. Hvernig er það að vera fótboltamaður á þessum óvissutímum. „Þetta hefur verið það erfiðasta við flutninginn til Íslands. En við höfum tekist vel á þetta sem félag, og alltaf haldið 'standard' og fagmennsku."

„Það jákvæða sem kemur út úr þessu er að þú metur tímann sem þú færð inn á vellinum miklu meira. Þú veist aldrei hvort eða hvenær það verður tekið af þér."

Ástralinn öflugi skrifaði nýverið undir nýjan samning við Keflavík til 2022. „Ég er mjög ánægður að vera hér áfram. Ég hef verið mjög hrifinn af því hvernig Eysteinn og Siggi vinna og hvernig við spilum. Ísland er mjög fínt land og mjög frábrugðið því sem ég er vanur í Ástralíu."

„Þetta er góð breyting fyrir mig og ég hlakka til að njóta landsins og menningarinnar enn meira á næsta tímabili," sagði Joey Gibbs, leikmaður 11. umferðar Lengjudeildarinnar.

Ef þú hefur áhuga á að lesa meira um Joey og hans feril hingað til þá geturðu smellt hérna til að lesa ítarlegt og skemmtilegt viðtal við hann.

Bestir í fyrri umferðum:
Bestur í 1. umferð: Fred Saraiva (Fram)
Bestur í 2. umferð: Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Bestur í 3. umferð: Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Bestur í 4. umferð: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
Bestur í 5. umferð: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
Bestur í 6. umferð: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Bestur í 7. umferð: Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Bestur í 8. umferð: Albert Hafsteinsson (Fram)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner