Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   lau 21. september 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Atletico getur endurheimt toppsætið
Villarreal tekur á móti Real Valladolid í fyrsta leik dagsins á Spáni. Liðin eru jöfn um miðja deild, með fimm stig eftir fjórar umferðir.

Levante mætir svo Eibar sem hefur farið illa af stað og er aðeins með eitt stig.

Sjónvarpsleikirnir fara fram seinni partinn. Atletico Madrid getur komist á toppinn með sigri gegn Celta Vigo á heimavelli.

Atletico var með fullt hús stiga eftir þrjá fyrstu leikina en tapaði fyrir Real Sociedad um síðustu helgi. Celta er með fjögur stig.

Þetta verður erfið þraut fyrir Atletico enda leikmenn liðsins þreyttir eftir erfiðan leik gegn Juventus í miðri viku. Atletico lenti 0-2 undir en náði að koma til baka og bjarga stigi.

Lokaleikur dagsins er spennandi viðureign á milli Granada og Barcelona. Granada komst upp úr B-deildinni á síðustu leiktíð og eru liðin jöfn með sjö stig sem stendur.

Lionel Messi og Luis Suarez eru komnir aftur úr meiðslum og er Ousmane Dembele næstum orðinn klár. Jordi Alba og Samuel Umtiti eru eftir á meiðslalistanum.

Leikir dagsins:
11:00 Villarreal - Real Valladolid
14:00 Levante - Eibar
16:30 Atletico Madrid - Celta Vigo (Stöð 2 Sport)
19:00 Granada - Barcelona (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
3 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
5 Barcelona 3 2 1 0 7 3 +4 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
10 Betis 4 1 2 1 4 4 0 5
11 Valencia 3 1 1 1 4 2 +2 4
12 Vallecano 3 1 1 1 4 3 +1 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Celta 4 0 3 1 3 5 -2 3
15 Osasuna 3 1 0 2 1 2 -1 3
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
19 Levante 3 0 0 3 3 7 -4 0
20 Girona 3 0 0 3 1 10 -9 0
Athugasemdir
banner