Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 21. október 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Jói mjög líklega ekki með í nóvember - Rúnar og Raggi klárir
Jóhann Berg meiddist gegn Frökkum á dögunum.
Jóhann Berg meiddist gegn Frökkum á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jói verður mjög líklega ekki með í nóvember," sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í viðtali í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn aðspurður út í Jóhann Berg Guðmundsson.

Jóhann Berg tognaði aftan í læri og verður væntanlega ekki með í lokaleikjunum í undankeppni EM gegn Tyrklandi og Moldavíu í næsta mánuði. Útlit er fyrir að Jóhann Berg verði frá keppni í 4-6 vikur vegna meiðslanna.

„Maður finnur til með honum. Auðvitað er þetta ömurlegt fyrir liðið en fyrst og fremst fyrir hann. Hann leit ekkert smá vel út á æfingum fyrir Frakka leikinn," sagði Freyr.

Rúnar Már Sigurjónsson tognaði einnig aftan í læri gegn Frökkum en hann ætti að vera klár í leikinn gegn Tyrkjum 14. nóvember.

„Rúnar veðrur að öllum líkindum klár. Þetta var ekki eins alvarleg tognun hjá honum og Jóa," sagði Freyr.

Ragnar Sigurðsson meiddist á kálfa í leiknum gegn Andorra en í samtali við mbl.is í dag segist hann reikna með að verða klár í leikina í nóvember.

Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður fjarverandi í leikjunum í nóvember en hann meiddist í leik með Al Arabi í byrjun mánaðarins.
Freysi svaraði spurningum um stöðu mála hjá landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner