Emil Pálsson hefur verið ráðinn sem afreksþjálfari elstu karlaflokka Breiðabliks. Hann mun hafa yfirumsjón með utanumhald, skipulagningu og þjálfun leikmanna í elstu flokkum félagsins.
Hann mun einnig vera hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla.
Hann mun einnig vera hluti af þjálfarateymi meistaraflokks karla.
Hann kemur frá FH þar sem hann sinnti þjálfun yngri flokka félagsins og var í þjálfarateymi meistaraflokks.
Emil er 32 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2022 eftir að hafa farið tvisvar í hjartastopp. Hann lék lengst af hjá FH hér heima en ólst upp hjá BÍ/Bolungavík og var á láni hjá FJölni árið 2015. Hann lék með Sandefjord, Sarpsborg og Sogndal í Noregi í atvinnumennsku.
Hann kemur inn í teymi Breiðabliks fyrir Eið Ben Eiríksson sem er að taka við sem aðstoðarþjálfari Þórs.
Athugasemdir