Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
   sun 21. desember 2025 19:44
Ívan Guðjón Baldursson
Arnór Ingvi til KR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason hefur ákveðið að snúa aftur heim til að spila með KR í Bestu deildinni.

Hann snýr aftur til Íslands eftir þrjú ár með IFK Norrköping sem féll úr efstu deild sænska boltans á dögunum.

Arnór Ingvi kemur í íslenska boltann með gríðarlega mikla reynslu á bakinu en hann er 32 ára gamall og hefur spilað 67 landsleiki.

Arnór hefur verið atvinnumaður í fótbolta í meira en áratug eftir að hann flutti frá Keflavík 2013. Hann á leiki að baki fyrir Sandnes Ulf í Noregi, Rapid frá Vínarborg, AEK í Aþenu, New England Revolution í MLS deildinni og sænska stórveldið Malmö.

Arnór gerir þriggja ára samning við KR út tímabilið 2028 og verður gríðarlega áhugavert að fylgjast með honum í íslenska boltanum.

   19.12.2025 13:51
Arnór Ingvi sagður hafa valið KR




Athugasemdir
banner