Bosníski sóknarmaðurinn Edin Dzeko er á leið til Schalke í Þýskalandi en frá þessu greinir ítalskir blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.
Dzeko er 39 ára gamall og enn í fullu fjöri en hann er á mála hjá Fiorentina á Ítalíu.
Í október varð hann elsti markaskorari í sögu Sambandsdeildar Evrópu en annars hefur hann fengið takmarkaðan mínútufjölda hjá félaginu.
Hann er nú á förum frá Fiorentina og á leið til Schalke í þýsku B-deildinni. Gianluca Di Marzio segir frá þessu en Dzeko á að hafa hafnað franska félaginu Paris FC til að ganga í raðir Schalke. Paris FC er í eigu Bernard Arnault, eins ríkasta manns veraldar.
Schalke er á toppnum í B-deildinni með 38 stig eftir átján umferðir.
#Schalke - da issa #Dzeko pic.twitter.com/gOW5WuVk64
— Dirk g. Schlarmann (@Sky_Dirk) January 21, 2026
Athugasemdir



