Bikarmeistarar Crystal Palace eru að vega og meta tvö tilboð í vængmanninn Jesurun Rak-Sakyi. Þetta segir Sky Sports.
Rak-Sakyi er 23 ára gamall Englendingur sem var kallaður til baka frá tyrkneska félaginu Caykur Rizespor í þessum mánuði.
Samkvæmt Sky hafa Celtic og Stoke City bæði lagt fram tilboð í vængmanninn, en Palace er nú að vega og meta stöðuna.
Félagið er reiðubúið að leyfa honum að fara en kýs helst að selja hann eða lána hann með kaupskyldu.
Swansea City var nálægt því að fá leikmanninn fyrr í þessum glugga en félagið náði ekki samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör og varð því ekkert úr skiptunum.
Coventry City og Ipswich hafa þá lengi haft áhuga á honum, en Coventry hefur frekar ákveðið að taka Romaine Esse frá Palace á láni út tímabilið.
Athugasemdir



