Sænski miðvörðurinn Nils Zätterström er á leið til ítalska A-deildarfélagsins Genoa frá Sheffield United.
Varnarmaðurinn kom til United frá Malmö eftir að hafa spilað tvö tímabil í sænsku úrvalsdeildinni.
Hann hefur hins vegar ekki fengið tækifærið til að sýna hæfileika sína hjá Sheffield og nú ákveðið að halda annað.
Fabrizio Romano segir Genoa hafa náð samkomulagi við Sheffield um að fá hann á láni út tímabilið með möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir 5,5 milljónir evra í sumar.
Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson er á mála hjá Genoa en Zätterström, sem er tvítugur, verður sjöundi Norðurlanda-maðurinn í hópi Genoa á þessu tímabili.
Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að tryggja sér áskrift með því að smella á tengilinn
???????????? EXCL: Genoa agree deal to sign Nils Zätterström as new centre back from Sheffield United, here we go!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 21, 2026
Initial loan deal with €5.5m buy option clause not mandatory. ???????? pic.twitter.com/2y7jhvu6XG
Athugasemdir


