Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
banner
   mán 22. apríl 2024 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Alex mátar sig í svörtu og hvítu - Hvaða skósamsetning er best við KR búninginn?
Alex Þór í einni hressilegri tæklingu í leiknum gegn Fram á laugardaginn. Hér er hann í svörtum skóm en neðst í fréttinni má sjá myndir af öllum samsetningum hans.
Alex Þór í einni hressilegri tæklingu í leiknum gegn Fram á laugardaginn. Hér er hann í svörtum skóm en neðst í fréttinni má sjá myndir af öllum samsetningum hans.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson gekk í raðir KR fyrir tímabilið og á fast sæti á miðjunni hjá liðinu.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

Hann er að máta sig við röndótta KR búninginn og eitt af því sem þarf að komast að fyrir framtíðina er hvaða skósamsetning passar beint við búninginn.

Í leiknum gegn Fram á laugardaginn prófaði hann þrjár mismunandi samsetningar en notaði samt bara svarta, eða hvíta, skó eins og passar beint við búninginn.

Hann byrjaði leikinn í tveimur hvítum skóm, spilaði svo kafla í einum hvítum og einum svörtum, og endaði svo í svörtu pari.

Myndirnar sína skóleikinn hjá Alex en það vakti líka athygli að hann blandaði saman tegundum, svarti var Nike en sá hvíuti Adidas.
Athugasemdir
banner
banner
banner