Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 22. júní 2024 22:00
Sölvi Haraldsson
Heimild: Vísir.is 
Davíð Smári sótillur út í markmanninn sinn: Gjörsamlega óboðlegt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Vestramenn seinlágu gegn Valsmönnum í dag 5-1 fyrir vestan. Þetta var fyrsti leikur liðsins í ár á Ísafirði en það er búið að koma gervigrasi fyrir og bæta aðstöðuna töluvert á Kerecis-vellinum.


Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 Valur

William Eskelinen, markmaður Vestra, átti alls ekki góðan leik í dag og það má með sanni segja að Davíð Smári hafi verið sótillur út í hann í viðtali við Vísi eftir leikinn í dag. Hann segir að það gæti vel verið að hann muni bekkja hann í næsta leik.

Mig langaði nú bara að gera breytingar í miðjum leik. Þetta er algjörlega óboðlegt og fyrir mann, komandi af þessu „level-i“ sem hann kemur frá. Hann verður bara að eiga það við sjálfan sig og bara sorglegt fyrir strákana sem lögðu sig alla í þennan leik. Bara gríðarlega svekkjandi fyrir þá því spilamennska liðsins var mjög góð.“ sagði Davíð Smári og bætti svo við.

Eðilega, undir lok leiks, eru menn farnir að missa trú þegar það er búið að gefa þrjú mörk á silfurfati. Þetta er bara gjörsamlega óboðlegt og eitthvað sem ég sætti mig bara alls ekki við.“ sagði Davíð Smári í samtali við Vísi um frammistöðu William Eskelinen sem var í gjafastuði í dag.

William Eskelinen vill fljótt gleyma þessum leik. Átti slaka sendingu út af og Valur skoraði strax eftir innkastið. Átti slaka sendingu inn á völlinn og Valur skoraði þriðja markið. Hitti ekki boltann og missti hann undir sig og Valur skoraði þar fjórða markið.“ skrifaði Jón Ólafur Eiríksson í skýrsluna eftir leik.

Næsti leikur Vestra er gegn Fram á heimavelli næstkomandi fimmtudag. Það verður fróðlegt að sjá hvort Davíð Smári mun bekkja William og setja Marvin Darra milli stanganna sem kláraði tímabilið í fyrra með Vestra mjög vel.


Athugasemdir
banner
banner
banner