Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 22. júní 2024 13:29
Sverrir Örn Einarsson
Mikil spenna á Ísafirði fyrir fyrsta heimaleiknum
Sammi fær að fylgjast með sínum mönnum í efstu deild á alvöru heimavelli í dag
Sammi fær að fylgjast með sínum mönnum í efstu deild á alvöru heimavelli í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það má með sanni segja að spenna sé meðal aðdáenda Vestra á Ísafirði og knattspyrnuáhugamanna á Vestfjörðum almennt fyrir leik Vestra og Vals í elleftu umferð Bestu deildarinnar sem fram fer á Kerecisvellinum á Ísafirði í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  5 Valur

Leikurinn markar endalok talsverðar þrautagöngu Vestra í upphafi tímabils sem hefur þurft að leika fyrstu þrjá heimaleiki sína á Avis vellinum í Laugardal vegna vinnu við keppnisvöll Vestra.

Líkt og fyrr segir er spennan fyrir leiknum mikil í bænum og í raunar svo mjög að fyrirtæki í bænum hafa tekið upp á því að loka fyrr til þess að hleypa starfsfólki sínu á völlinn líkt og kemur fram í Facebook uppfærslu verslunar Lyfju á Ísafirði sem Samúel Sigurjón Samúelsson stjórnarmaður knattspyrnudeildar Vestra deilir. Það má því fastlega reikna með góðri stemmingu á Kerecisvellinum í dag þar sem Ísfirðingar og nærsveitungar munu væntanlega fjölmenna til að styðja sitt lið.


Athugasemdir
banner