Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. júlí 2021 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Forsíða The Sun: Man City borgar 160 milljónir fyrir Kane
Mynd: EPA
The Sun greinir frá því að Harry Kane sé á leið til Manchester City fyrir 160 milljónir punda.

Þetta er forsíðufrétt miðilsins á morgun þar sem greint er frá því að Man City borgar 160 milljónir og greiðir sóknarmanninum 400 þúsund pund í vikulaun.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og ein mesta markavél sem England hefur alið af sér. Hann hefur gert 38 mörk í 61 landsleik auk þess að hafa skorað 221 mark í 336 keppnisleikjum með Tottenham.

The Sun er ekki þekktur fyrir að vera sérlega áreiðanlegur miðill en það er lagt ansi mikið púður í þessa sögu þar sem hún prýðir forsíðu blaðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner