Heimild: mbl.is
Hólmar Örn Eyjólfsson virðist ekki vera í plönum þjálfara ísraelska liðsins Maccabbi Haifa fyrir tímabilið.
Hann var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í Ísrael í gær og hann er ekki einu sinni skráður á leikmannalista liðsins á heimasíðu félagsins.
Hann var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það lék sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni í Ísrael í gær og hann er ekki einu sinni skráður á leikmannalista liðsins á heimasíðu félagsins.
Þetta kemur fram á mbl.is, en þeir greina einnig frá því að Hólmar hafi staðið það til boða að fara á láni til Búlgaríu.
Levski Sofia hafði áhuga á að fá hann á láni. Levski er eitt sigursælasta liðið í Búlgaríu, en þeir hafa verið að berjast á toppnum í Búlgaríu. Sem stendur er liðið í sjötta sæti eftir fimm leiki.
Hólmar Örn hafnaði hins vegar tækifærinu að fara á láni til félagsins samkvæmt heimildum mbl.is.
Hann er því enn leikmaður Maccabi Haifa, en það eru enn nokkrir dagar eftir af félagsskiptaglugganum.
Athugasemdir