Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   mán 22. ágúst 2022 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Blikarnir ekkert þreyttir í seinni hálfleik
Sölvi Snær skoraði fyrir Blika, annan deildarleikinn í röð.
Sölvi Snær skoraði fyrir Blika, annan deildarleikinn í röð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 0 - 2 Breiðablik
0-1 Sölvi Snær Guðbjargarson ('56 )
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson ('83 )
Rautt spjald: Jesus Natividad Yendis Gomez, Fram ('70) Lestu um leikinn

Breiðablik styrkti stöðu sína aftur á toppi Bestu deildarinnar með sigri á Fram í kvöld.

„Þessi fyrri hálfleikur fer ekki í sögubækurnar fyrir skemmtanagildi. Blikar heilt yfir betri en engir svakalegir yfirburðir," skrifaði Þorsteinn Haukur Harðarson í beinni textalýsingu frá leiknum.

Það hefur verið mikið rætt og skrifað um að Bikar séu þreyttir, en þeir sýndu styrk sinn í seinni hálfleiknum og kláruðu leikinn með sigri.

Sölvi Snær Guðbjargarson kom Blikum yfir með fínu skoti og svo gekk fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson frá leiknum með öðru marki eftir að Fram hafði misst Jesus Yendis af velli með rautt spjald.

Lokatölur 2-0 og eru Blikar áfram með sex stiga forskot á toppnum. Fram er í sjöunda sæti með 22 stig.
Athugasemdir
banner
banner