Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   sun 22. október 2023 12:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarni Jó nýr þjálfari Selfoss (Staðfest)
Mynd: Selfoss

Bjarni Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari Selfoss sem leikur í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í sumar. Hann gerir tveggja ára samning við félagið.

Hann tekur við af Dean Martin sem lét af störfum í síðasta mánuði.


Bjarni hefur verið í þjálfun hér á landi í fjölda ára en hann þjálfaði síðast Njarðvík tímabilið 2022.

„Knattspyrnudeild Selfoss bindur miklar vonir við ráðningu Bjarna en reynsla hans og þekking mun koma til með að nýtast vel í uppbyggingu ungra og efnilegra leikmanna sem og innviðum félagsins." segir í tilkynningu frá félaginu.

„Þetta er spennandi verkefni í einum flottasta íþróttabæ landsins. Verkefnið leggst mjög vel í mig Ég hef alltaf verið spenntur fyrir því að þjálfa hér á Selfossi,” sagði Bjarni við undirskriftina. 

„Tækifærin liggja í metnaðarfullu umhverfi en hér er frábær aðstaða, ungir og efnilegir leikmenn og kraftur í fólkinu. Þetta er í raun bara umhverfi sem er draumur að stökkva inni í.”


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner