Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. nóvember 2020 17:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Steinn fer á kostum með U17 liði FC Kaupmannahafnar
Mynd: Hulda Margrét
Orri Steinn Óskarsson er að gera mjög flotta hluti með U17 liði FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hinn 16 ára gamli Orri Steinn fór frá Gróttu til FCK fyrir ári síðan.

Orri Steinn er sóknarleikmaður sem kom fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann skoraði tvö mörk gegn Hetti í 2. deildinni árið 2018, þá aðeins 13 ára.

Orri hjálpaði Gróttu að vinna Inkasso-deildina áður en hann fór í atvinnumennsku. Hann lék 12 leiki og skoraði eitt mark fyrir Gróttu.

Hann er búinn að skora núna 15 mörk í níu leikjum með U17 liði FCK og er hann markahæsti leikmaður deildarinnar. Hann skoraði tvennu í 4-2 sigri á AGF um helgina. Hér að neðan má sjá mörkin sem hann skoraði í þeim leik.

Þess má að geta að Orri er sonur Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks.


Athugasemdir
banner