Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   sun 22. nóvember 2020 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Valladolid-lið Ronaldo úr fallsæti með óvæntum sigri
Það voru tveir leikir í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Núna eru allir leikir dagsins í deildinni búnir.

Real Valladolid, sem er í eigu brasilísku goðsagnarinnar Ronaldo, vann mjög sterkan útisigur gegn Granada, 3-1.

Valladolid komst upp úr fallsæti með sigrinum og er núna í 17. sæti með níu stig þegar liðið er búið að spila tíu leiki. Granda situr í sjötta sæti deildarinnar og var þetta tap í kvöld mjög óvænt.

Valencia kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Alaves í síðasta leik dagsins. Lokatölur þar voru 2-2. Valencia fer upp í áttunda sæti með 12 stig, og Alaves er í 14. sæti með tíu stig.

Alaves 2 - 2 Valencia
1-0 Ximo Navarro ('2 )
2-0 Lucas Perez ('16 , víti)
2-1 Manu Vallejo ('73 )
2-2 Hugo Guillamon ('77 )

Granada CF 1 - 3 Valladolid
0-1 Oscar Plano ('45 )
0-2 Marcos De Sousa ('53 )
1-2 Domingos Duarte ('63 )
1-3 Jota ('90 )

Önnur úrslit:
Spánn: Januzaj lagði upp sigurmark Isaks
Athugasemdir
banner