Heimild: 433.is
Breiðablik er að festa kaup á Óla Val Ómarssyni frá Sirius í Svíþjóð. Óli Valur var á láni hjá uppeldisfélagi sínu Stjörnunni í sumar.
433.is segir ljóst að hann sé dýrasti leikmaður sem íslenskt félag hafi fest kaup á og að kaupverðið sé í kringum 15 milljónir.
433.is segir ljóst að hann sé dýrasti leikmaður sem íslenskt félag hafi fest kaup á og að kaupverðið sé í kringum 15 milljónir.
„Óli er, þegar allt er talið, dýrasti leikmaður sem íslenskt félag kaupir, þori ég að fullyrða og verðið hærra en erlend félög voru tilbúin að greiða," sagði Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Stjörnunni, í viðtali við Fótbolta.net. Hann segir það vonbrigði að Óli Valur hafi valið Breiðablik.
„Já, auðvitað ekki síst þar sem félagið og þeir sem þar starfa hafa reynst Óla ákaflega vel. En út frá þeim sjónarmiðum að Breiðablik þarf nauðsynlega að yngja liðið sitt þá skilur maður þá vel, enda eru þeir greinilegar tilbúnir að fjárfesta áður óséðum upphæðum og meta sína stöðu þannig að þeirra ungu menn séu ekki tilbúnir og því eru þeir að sækja Óla og einhverja fleiri leikmenn."
Óli Valur er 21 árs hægri bakvörður sem getur einnig spilað á kantinum. Hann átti gott tímabil með Stjörnunni í sumar, spilaði sérstaklega vel þegar leið á. Hann var keyptur til Sirius frá Stjörnunni um mitt sumar 2022 en náði ekki að springa út og stimpla sig almennilega inn hjá sænska félaginu.
Óli er nýgenginn upp úr U21 landsliðinu þar sem hann lék átta leiki. Hann á alls að baki 27 leiki fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir