Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
banner
   þri 22. desember 2020 14:43
Magnús Már Einarsson
FH fékk bætur frá KSÍ vegna Eiðs Smára
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KSÍ greiddi FH-ingum fjárhæð til að losa Eið Smára Guðjohnsen undan samningi sem þjálfari áður en hann tók við sem aðstoðarþjálfari landsliðsins í dag.

Eiður Smári tók við FH ásamt Loga Ólafssyni í sumar og gerði nýjan samning við Fimleikafélagið í haust. Nú er hins vegar ljóst að hann verður aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins.

Eiður er því hættur hjá FH en Logi Ólafsson mun þjálfa liðið næsta sumar og Davíð Þór Viðarsson verður honum til aðstoðar.

„Við komumst að mjög góðu samkomulagi með það," sagði Guðni Begsson, formaður KSÍ, á fréttamannafundi í dag, aðspurður hvort FH hafi fengið bætur frá sambandinu.

„Við áttum ágætis spjall um það. Það var til málamynda sem við greiddum ákveðnar sanngirnisbætur út af þessu raski og því sem FH er að missa í Eiði Smára. Við gengum frá því miðað við hvernig sá samningur var."

„Það var auðsótt mál og við áttum í góðum samskiptum við FH enda létum við Eið Smára líka til FH í sumar. Þetta gekk allt vel og ég vil þakka FH-ingum fyrir þann skilning. Þeir vildu ekki standa í vegi fyrir Eiði og þeim ákvæðum sem í samningum voru."

Athugasemdir
banner
banner
banner